Sveimér ef pensillínkúr 3 er ekki bara að virka. Þrátt fyrir skítakulda og allskonar geðbólgur. Ljómandi gott. Langaði ekkert að láta bora gat á hausinn á mér fyrir jólin.
Á síðustu dögum hverrar annar geri ég framvinduskýrslu. Þá skýrsla ég um framvinduna. Það er alltaf mjög upplífgandi. Allskonar verkefni sem tók kannski ekki nema dagstund að framkvæma verða að „lið“ með fylgiskjali og allir dagarni sem manni finnst hafa farið í hang og vitleysu verða að óskaplegum dugnaði. Þetta heitir að endurskrifa söguna. Ég er komin uppí fylgiskjal 2e og er ekki einu sinni byrjuð að tíunda sjálfa rannsóknarvinnuna. Þaraðauki búin að búta hana talsvert niður þannig að þar undir verða ótal lítil skjöl. Sem virkar alltaf flottara en eitt stórt.
Samt alltaf pínu próblematískt að halda sig að verki og svona. Jólaskapið hleypur með mann í allskonar gönur.
Mikið ógurlega er diskurinn með Sigurði og Memfismafíunni að spila sig vel inn. (Hann er í bílnum, sko.) Bara virkilega falleg lög og dásamlegir textar. Líklega mesta jólasnilld í íslenskri jólaplötuútgáfu síðan Þrjú á palli gáfu út Hátíð fer að höndum ein.
Ég hef einmitt verið að pæla í skorti á íslenskum jólalögum sem eru ekki:
a) sálmar
b) ömurlegar poppfroður
c) ömurlegar poppfroðujólaþýðingar á lögum sem gjarnan eru ekki einu sinni jólalög.
Baggalútarnir hafa reyndar staðið sig einstaklega vel á vettvangnum að jóla ójólalög. Svo vel reyndar að mér finnst að aðrir ættu að leggja af þeim ósið.
Ég þarf endilega að fjárfesta í jóladiskunum þeirra, báðum tveim.
(Og þar með er Gamláspartý komið á rípít í ípotti huga míns.)
Jæja, ókei.
Efnisyfirlit.
16.12.10
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli