Menn hljóta að vera farnir að pæla í þessu. Eftir Skýrslu skrifar handritið sig sjálft. Yfirheyrslusenurnar, plottin, næturfundirnir. Sennilega eru Sigurjón Sighvats og Friðrik Þór/Balti búnir að tala saman. Plottið er alveg týpískt hasar. Svo er það flóttinn undan réttvísinni. Einkaþotueltingaleikur. Keyrt hratt um margar borgir á flottum bílum. Búið að máta svala leikara í útrásarvíkingana. Hilmir gæti mögulega meikað Jón Ásgeir. Var það ekki Steini Bakk sem var þessi ofursvali Bjöggi í Skaupinu? Alltsaman töff gaukar. Flottar andhetjur á flótta.
En. Hver er svo eftirlýstur af Interpool?
Alveg ... kjag-kjag-kjag og líta út eins og moldvarpa ... „Hæ. Ég heiti Siggi...“
Og Pétur Jóhann er kominn í aðalhlutverkið. Myndin hefur aðeins færst til um genre. Er ekki lengur hasarmynd heldur svona ... Fargo. Eða Big Lebowski. Undarlegt fólk í skrítnum aðstæðum.
Í fjarska heyri ég símann hans Ragnars Bragasonar hringja... Eða jafnvel David Lynch?
11.5.10
Að búa í landi þar sem engu er treystandi.
Ferlega er nú gott að Sérstakur skuli virðast ætla að vinna vinnuna sína alveg sjálfur.
Nóg er það nú samt.
Hinn dómstóllinn er að skíta á sig og ætlar á morgun að hengja nokkra bakara fyrir heilan haug af smiðum sem næstum öll þjóðin er sammála um að hafa framið þjóðþrifaverk en ekki glæp.
Það þarf að standa yfir hinni nýju ríkisstjórn, annars gerir hún ekki neitt. Með besta vin kvótagreifanna í fjármálaráðuneytinu og getur sig hvergi hreyft fyrir vinum og kunningjum.
Á Alþingi situr hver mútuþeginn uppá öðrum. Og enginn segir af sér. Og á meðan er Alþingi hreint ekki treystandi til að vinna vinnuna sína.
Bankarnir halda áfram að glæpamannast. Það þarf að fylgjast með þeim, eftir föngum, og ybba sig í hvert skipti sem gluggatjöld bærast eitthvað þannig að skíni í svínaríið fyrir innan.
Svo þarf að reyna að eiga sem minnst viðskipti við glæpamenn. Skítt með hvað það kostar, það borgar sig í óráðinni framtíð, en það er engin smá rannsóknarvinna sem liggur að baki.
Fjölmiðlar eru í eigu glæpamanna. Það er á við meiriháttar dulmálsráðningar að lesa "í gegnum" Moggan, Fréttablaðið og nú verður vandhorft á fréttir Stöð 2, þegar sú fréttastofa var alveg að verða trúverðug þrátt fyrir eignarhald.
Það liggur við að allir Íslendingar þurfi að hætta í vinnunni. Aðhaldið tekur alveg 8 tíma á dag, minnst. Ég spái landflótta úr þreytu. Það er mjög slítandi að búa í landi þar sem engu er að treysta.
Nóg er það nú samt.
Hinn dómstóllinn er að skíta á sig og ætlar á morgun að hengja nokkra bakara fyrir heilan haug af smiðum sem næstum öll þjóðin er sammála um að hafa framið þjóðþrifaverk en ekki glæp.
Það þarf að standa yfir hinni nýju ríkisstjórn, annars gerir hún ekki neitt. Með besta vin kvótagreifanna í fjármálaráðuneytinu og getur sig hvergi hreyft fyrir vinum og kunningjum.
Á Alþingi situr hver mútuþeginn uppá öðrum. Og enginn segir af sér. Og á meðan er Alþingi hreint ekki treystandi til að vinna vinnuna sína.
Bankarnir halda áfram að glæpamannast. Það þarf að fylgjast með þeim, eftir föngum, og ybba sig í hvert skipti sem gluggatjöld bærast eitthvað þannig að skíni í svínaríið fyrir innan.
Svo þarf að reyna að eiga sem minnst viðskipti við glæpamenn. Skítt með hvað það kostar, það borgar sig í óráðinni framtíð, en það er engin smá rannsóknarvinna sem liggur að baki.
Fjölmiðlar eru í eigu glæpamanna. Það er á við meiriháttar dulmálsráðningar að lesa "í gegnum" Moggan, Fréttablaðið og nú verður vandhorft á fréttir Stöð 2, þegar sú fréttastofa var alveg að verða trúverðug þrátt fyrir eignarhald.
Það liggur við að allir Íslendingar þurfi að hætta í vinnunni. Aðhaldið tekur alveg 8 tíma á dag, minnst. Ég spái landflótta úr þreytu. Það er mjög slítandi að búa í landi þar sem engu er að treysta.
10.5.10
Rólátabelgir

Þessa dagana er gríðarlega mikið hafst við utandyra. Þannig dvöldum við hjónin til skiptist með yngri börnin á rólóum miðborgarinnar obbann af deginum í gær.
Á einum tímapunkti, og reyndar lengi, vorum við á Tjarnarborgarróló. Þar var margt um manninn og flest börnin að leika sér að leiktækjum svona eins og venjur gera ráð fyrir. Ungur maður stundaði myndarlegan bakarísrekstur í kofa í sandkassanum. Börnin mín hlupu hins vegar öskrandi um allt á æðisgengnum flótta undan ímynduðu skrímsli.
Ég velti dáldið fyrir mér hvort ég ætti að þykjast eiga einhver önnur börn ... nei, ég lýg því. Ég er ferlega montin af því hvað þau hafa mikið ímyndunarafl. Mér gengur ekkert að venja þau á eitthvað gláp. Þau endast takmarkað yfir sjónvarpi nema þau séu aðframkomin af þreytu. Hins vegar eru þau mjög hrifin af tónlistarmyndböndum á Youtube. Þar eru They Might Be Giants í uppáhaldi. Og ekki endilega barnalögin þeirra. Helst reyndar þau sem eru með hauskúpum, múmíum og blóði. Nýlega hafa ákveðin lög með Jack Johnson bæst í hópinn.
Dótið þeirra er yfirleitt ekki notað eins og „til er ætlast“. Það endar yfirleitt sem einhverskonar uppfyllingarefni eða er haft fyrir eitthvað annað en það er í einhverjum svakalegum leik þar sem úlfar, ljón, skipsskaðar og önnur ævintýri koma yfirleitt við sögu. Litir, pennar og öll skriffæri eru reyndar notuð mikið og rétt. En reyndar ekkert endilega á þartilgerð blöð eða litabækur en það er önnur saga. Og Freigátan hefur fólk og skepnur í litabókunum sínum undantekningalítið með rauð augu.
Annars, í óspurðum fréttum, unglingurinn skreppur norður í land á miðvikudaginn, ef aska leyfir. Móðir vor ætlar kannski að kíkja á okkur um helgina, ef aska leyfir. Á föstudaginn þarf ég að tala við norskan-danskan áhugaleikhúsmann um leiklist, ef aska leyfir (þeir sem fatta hversu fyndin einmitt þessi þjóðblanda af áhugaleikhúsmanni er, njóti) annars er brjálað að gera, þó ýmislegt hangi klárlega á öskunni.
Svo er ég að klára aðstoðarkennsluna í því sem ég kunni lítið í og byrja að undirbúa kennsluna í því sem ég veit ekkert um.
Semsagt, úr öskunni í eldinn...
9.5.10
Ef ég væri sérstakur saksóknari ...
... og mætti spyrja Sigurð Einarsson að hverju sem er, gæti ég örugglega ekki staðist freistinguna að spyrja hann að einu:
AF HVERJU ERTU EKKI MEÐ NEIN AUGU????!!!!
AF HVERJU ERTU EKKI MEÐ NEIN AUGU????!!!!
7.5.10
Ég er alveg rugluð...
Það er byrjað að handtaka menn. Og strax er hafin umræðan um að aðbúnaður þeirra í löggustöðinni og á Hrauninu sé alveg hræðilegur og ekki sé mannsæmandi að setja menn í einangrun...
Hvenær var síðast rætt af einhverju viti um aðbúnað fanga?
Jú, þegar Johnsen kvartaði yfir dýnunum.
Til þess að framfarir sjáist í fangelsismálum þarf greinilega að handtaka menn í jakkafötum, annað slagið.
Annars hljóta allir að vera fegnir að þessi mál fari að klárast, hvernig sem fer. Örugglega ekkert þægilegt að vita að maður eigi kannski handtöku yfir höfði sér, og allir brjálaðir útí mann á meðan. Hjálpar nú samt örugglega alveg til við að dreifa huganum ef maður á sosum eins og milljarð eða tvo á góðum stað til að leika sér að.
Og svo kemur Halldór Ásgríms bara allt í einu og er í ruglinu ... ja, annaðhvort það eða ótrúlega margir eru að ljúga. En honum finnst sosum allt í lagi að ljúga ef maður biður bara Guð fyrirgefningar á eftir... eða hvað?
Ég tók varla eftir því hver fréttir og Kastljós hættu og Lost, sem ég var löngu orðin lost í, byrjaði.
Þetta er einhvernveginn allt alveg jafnruglað.
Hvenær var síðast rætt af einhverju viti um aðbúnað fanga?
Jú, þegar Johnsen kvartaði yfir dýnunum.
Til þess að framfarir sjáist í fangelsismálum þarf greinilega að handtaka menn í jakkafötum, annað slagið.
Annars hljóta allir að vera fegnir að þessi mál fari að klárast, hvernig sem fer. Örugglega ekkert þægilegt að vita að maður eigi kannski handtöku yfir höfði sér, og allir brjálaðir útí mann á meðan. Hjálpar nú samt örugglega alveg til við að dreifa huganum ef maður á sosum eins og milljarð eða tvo á góðum stað til að leika sér að.
Og svo kemur Halldór Ásgríms bara allt í einu og er í ruglinu ... ja, annaðhvort það eða ótrúlega margir eru að ljúga. En honum finnst sosum allt í lagi að ljúga ef maður biður bara Guð fyrirgefningar á eftir... eða hvað?
Ég tók varla eftir því hver fréttir og Kastljós hættu og Lost, sem ég var löngu orðin lost í, byrjaði.
Þetta er einhvernveginn allt alveg jafnruglað.
3.5.10
Auglýsingar!
Nú er langt síðan maður hefur plöggað nokkurn skapaðan hlut. En auðvitað er allur andskotinn í gangi og ekki vanþörf á að kjafta frá því öllusaman. Um helgina var aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Þar var gríðarlega mikið um dýrðir dásamleg óvissuferð, fantagóður fundur haldinn og á laugardagskvöldi mætti Þjóðleikhússtjóri og tilkynnti úrskurð valnefndar Þjóðleikhússins um hver væri Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins. Níu sýningar sóttu um að koma til greina. Og í þetta sinn voru það vinir mínir í Hugleik sem hrepptu hnossið fyrir sýninguna Rokk!
Umfjöllun Lárusar Vilhjálmssonar um sýninguna á Leiklistarvefnum.
Þessi niðurstaða kom Hullurum nær sem fjær í opna skjöldu svo allir urðu geypilega glaðir.
Aukinheldur, Leiklistarskúli Meginfélags Áhugaleikara Föroya hefur boðið Íslendingum að mæta frítt á þetta námskeið, svo fremi þeir komi sér sjálfir á staðinn. Um er að ræða námskeið í leikmyndahönnun hjá kalli heitir Jan Nygaard. Ég sá afraksturinn af svona námskeiði hjá honum í Færeyjum í fyrra og kynntist aðeins þessum kalli og hann er hroðalega skemmtilegur. Ef einhver hefur snefil af áhuga á leikmyndahönnun og möguleika á að fara ætti viðkomandi að DRÍFA SIG!
Svo er ótalmargt sem maður þyrfti að sjá í gangi. Leikhús, Listahátíð. Ég veit nú ekki einu sinni hvernig ég ætti að byrja á að plögga það... En ég er allavega búin að panta mér miða á þetta.
Og þá er það að reyna að gera eitthvað af viti. Fyrir liggur að ég þarf að gerast sérfræðingur í ljóðlist Saffóar á þremur vikum, sléttum.
Qua?
Umfjöllun Lárusar Vilhjálmssonar um sýninguna á Leiklistarvefnum.
Þessi niðurstaða kom Hullurum nær sem fjær í opna skjöldu svo allir urðu geypilega glaðir.
Aukinheldur, Leiklistarskúli Meginfélags Áhugaleikara Föroya hefur boðið Íslendingum að mæta frítt á þetta námskeið, svo fremi þeir komi sér sjálfir á staðinn. Um er að ræða námskeið í leikmyndahönnun hjá kalli heitir Jan Nygaard. Ég sá afraksturinn af svona námskeiði hjá honum í Færeyjum í fyrra og kynntist aðeins þessum kalli og hann er hroðalega skemmtilegur. Ef einhver hefur snefil af áhuga á leikmyndahönnun og möguleika á að fara ætti viðkomandi að DRÍFA SIG!
Svo er ótalmargt sem maður þyrfti að sjá í gangi. Leikhús, Listahátíð. Ég veit nú ekki einu sinni hvernig ég ætti að byrja á að plögga það... En ég er allavega búin að panta mér miða á þetta.
Og þá er það að reyna að gera eitthvað af viti. Fyrir liggur að ég þarf að gerast sérfræðingur í ljóðlist Saffóar á þremur vikum, sléttum.
Qua?
26.4.10
Að eiga pening – Í þykjó
Ég skildi aldrei þessar endalausu viðskipta- og markaðsfréttir í gamla daga. (FH) (Fyrir hrun, ekki hádegi.) Gengisvísitala þessa markaðar hækkaði um 3 prósent á kjaftæði blaha, drepið mig. Óbjóðslega leiðinlegt. Þessi keypti hlut tunglinu á skrilljón grilljónir og fjármagnaði það með zzzzzzzz. Persónulega er ég sek um algjört andvaraleysi, áhugaleysi og gríðarlega syfju þegar farið var að tala um "viðskipti" í gróðærinu.
Hins vegar liggur við að áhuginn sé að byrja að glæðast nú þegar farið er að vefja utanaf vafningunum, skuldabréfaveðkjaftæðinu afleiðuhagnaði af hægri rasskinn gerfimanna í útlöndum og hálfu aftursæti á lúxusbíl og í ljós kemur að inní öllu saman er... ekki neitt. Bara kjaftæði. Þetta voru allan tímann bara ... bókmenntir! Aha. Ég er vöknuð!
Og svo barma menn sér. Útgerðin FER Á HAUSINN!!!! Nú er séns að eldgosið setji bæði glæpareknu flugfélögin Á HAUSINN! Öll stórfyrirtækin sem skulda endalaust þar sem fávitarnir sem ráku þau þurftu svo mikið að éta gull fara Á HAUSINN! DOOOOOOOM!
En hvað þýðir það í raun og veru? Hverfa flugvélarnar? Eða skipin? Eða fólkið sem kann að keyra þau? Nei, ég held ekki.
Viðskiptafyrirkomulagið sem er að fara Á HAUSINN er það að á bakvið hvert einasta skítafyrirtæki þurfi að vera EIGANDI. Svona arðræningi sem gerir ekkert nema koma með einhvern pening (mögulega ímyndaðan) inn til að byrja með og hirða svo ágóðann af öllu saman. Taka þau verðmæti sem launaþrælarnir skapa og kaupa sér villu í útlöndum. Spurningin sem virkilega þarf að fara að spyrja sig er: Þurfum við þessa menn? Lengi hefur sú blekking verið áberandi hér á landi að ekki sé hægt að ropa eða prumpa í lista- eða atvinnulífi nema til komi stór gervimaður með ímyndaða peninga.
En... er það?
Þegar öllu er á botninn hvolft og loftkastalarnir reyndust vera úr lofti, er ekki kominn tími til að endurskoða rekstrarfyrirkomulög, svona yfirhöfuð? Menn eru farnir að fikta við samvinnufélög. Þar sem þeir sem vinna hjá fyrirtækjunum eru sjálfkrafa hluthafar. Þetta er ekki óskylt því hvernig lögfræðistofur starfa. Menn gerast "partnerar" og taka þátt í áhættum með fyrirtækinu. Þetta er í rauninni ekki óskylt ýmsu sem Marx og félagar höfðu að segja.
Póst-hrun hefur mér hlotnast ákveðinn áhugi á... ja, líklega bara viðskiptafræði.
Og á dauða mínum átti ég von löngu fyrr en það gerðist.
Hins vegar liggur við að áhuginn sé að byrja að glæðast nú þegar farið er að vefja utanaf vafningunum, skuldabréfaveðkjaftæðinu afleiðuhagnaði af hægri rasskinn gerfimanna í útlöndum og hálfu aftursæti á lúxusbíl og í ljós kemur að inní öllu saman er... ekki neitt. Bara kjaftæði. Þetta voru allan tímann bara ... bókmenntir! Aha. Ég er vöknuð!
Og svo barma menn sér. Útgerðin FER Á HAUSINN!!!! Nú er séns að eldgosið setji bæði glæpareknu flugfélögin Á HAUSINN! Öll stórfyrirtækin sem skulda endalaust þar sem fávitarnir sem ráku þau þurftu svo mikið að éta gull fara Á HAUSINN! DOOOOOOOM!
En hvað þýðir það í raun og veru? Hverfa flugvélarnar? Eða skipin? Eða fólkið sem kann að keyra þau? Nei, ég held ekki.
Viðskiptafyrirkomulagið sem er að fara Á HAUSINN er það að á bakvið hvert einasta skítafyrirtæki þurfi að vera EIGANDI. Svona arðræningi sem gerir ekkert nema koma með einhvern pening (mögulega ímyndaðan) inn til að byrja með og hirða svo ágóðann af öllu saman. Taka þau verðmæti sem launaþrælarnir skapa og kaupa sér villu í útlöndum. Spurningin sem virkilega þarf að fara að spyrja sig er: Þurfum við þessa menn? Lengi hefur sú blekking verið áberandi hér á landi að ekki sé hægt að ropa eða prumpa í lista- eða atvinnulífi nema til komi stór gervimaður með ímyndaða peninga.
En... er það?
Þegar öllu er á botninn hvolft og loftkastalarnir reyndust vera úr lofti, er ekki kominn tími til að endurskoða rekstrarfyrirkomulög, svona yfirhöfuð? Menn eru farnir að fikta við samvinnufélög. Þar sem þeir sem vinna hjá fyrirtækjunum eru sjálfkrafa hluthafar. Þetta er ekki óskylt því hvernig lögfræðistofur starfa. Menn gerast "partnerar" og taka þátt í áhættum með fyrirtækinu. Þetta er í rauninni ekki óskylt ýmsu sem Marx og félagar höfðu að segja.
Póst-hrun hefur mér hlotnast ákveðinn áhugi á... ja, líklega bara viðskiptafræði.
Og á dauða mínum átti ég von löngu fyrr en það gerðist.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)