24.6.03

Ekki er nú vitleysan búin þó heim sé komið. Erum að skipuleggja útihátíð í kjallaranum á fimmtudagskvöldið í tilefni þess að Ásta kom með tjald.
Hmmmm? Er að fara á tónlistarmarkað að kaupa disk með lagi með Jeff Buckley sem er búið að klingja í hausnum á mér síðan snemma í skólanum. Það er reyndar eitt sem fer í taugarnar á mér við það, en það er þetta "hallelujah" viðlag sem lætur það hljóma eins og einhvern hvítasunnistasálm. Þess vegna við ég biðja Togga að spá alvarlega í þetta með íslenska textann um Halla Lúðu.
Annars er ónýtskan að rjátlast af manni. Holdið reyndar ennþá frekar veikt og andinn ofvirkur, en þetta jafnar sig nú allt.

Engin ummæli: