Ekki er nú vitleysan búin þó heim sé komið. Erum að skipuleggja útihátíð í kjallaranum á fimmtudagskvöldið í tilefni þess að Ásta kom með tjald.
Hmmmm? Er að fara á tónlistarmarkað að kaupa disk með lagi með Jeff Buckley sem er búið að klingja í hausnum á mér síðan snemma í skólanum. Það er reyndar eitt sem fer í taugarnar á mér við það, en það er þetta "hallelujah" viðlag sem lætur það hljóma eins og einhvern hvítasunnistasálm. Þess vegna við ég biðja Togga að spá alvarlega í þetta með íslenska textann um Halla Lúðu.
Annars er ónýtskan að rjátlast af manni. Holdið reyndar ennþá frekar veikt og andinn ofvirkur, en þetta jafnar sig nú allt.
24.6.03
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli