23.6.03

Og alltaf kemur maður jafn snarofvirkur heim af blessuðum skólanum. Nú breggður svo við að við Dúrra vinnum í sama húsi og hefur gengið á með breinstormi í allan dag. Ég held við séum langt komnar með að skipuleggja örverkaprógram sem er að þróast yfir í leiklistarhátíð eftir því sem okkur detta fleiri verk í hug sem okkur langar að bjóða í heimsókn. Svo eru hér líka eitthvað svo mýmörg leikrými, m.a. einn fljótabátur, leiksvið uppi í skógi, eitt kaffihús sem verður með viðbættu sýningatjaldi í garðinum í sumar auk náttúrulega "eðlilegs" félagsheimilis. "Þó oss skilji hábrýnd heiði" væri svakalega gaman að fá fólk í heimsókn. Þetta er hins vegar alltsaman á algjöru frumstigi umræðunnar, t.d. ekkert búið að ræða við leikfélagið eða neitt. En, þar sem við Dúrra erum báðar snarbilað fólk er aldrei að vita hvað verður úr.
Leikum núna!

Engin ummæli: