27.6.03

Hmmmm. Fann út hvar ég breyti prófílnum, en hann vill sýnilega samt ekki samþykkja á... Oh, hell, seinni tíma vandamál.
Í dag ber það helst til tíðinda að ég er þunn sökum útihátíðarinnar Lús og Rass sem haldin var heima hjá mér í gær. Hátíðin dró nafn sitt af hljómsveit sem flestir hátíðagestir starfa í en sú heitir Blús og Brass og heldur tónleika í Valaskjálf í kvöld. Með "útihátíð heima hjá mér" meina ég alveg inni í stofu. Það var tjaldað á ganginum og allt, og svo spilaði hljómsveit. Þetta var að sjálfsögðu í tengslum við jazzhátíð sem er að bresta á með látum í kvöld. Til þess að fullkomna útihátíðafílinginn endaði barnung systir mín niðri á tjaldstæði og ældi í hárið á sér.
Í kvöld verður svo hvergi slegið af, það á að fara á tónleika, þaðan á Nilsen að skoða Heiðu og Nýja Manninn Hennar og óvíst er hvenær vitleysunni linnir. Er samt að vinna um helgina, en það verður að hafa það.

Er að spá í að prófa að búa til innisundlaug úr dagblöðum og súrmjólk a la Sævar Sigurgeirsson, en tími ekki súrmjólkinni.

Engin ummæli: