12.5.04

Ég hef ekki tjáð mig um eitt. Það kemur til af leti og ómennsku. Ef ég ætla að fara að segja um það mál þarf ég nebblega að setja heilan haug af linkum í viðbót og ég nenni því ekki. Svo fór ég í smá bloggflakk og komst að því að aðrir eru búnir að ræða þetta slatta, þannig að, best að tjá sig.

Linkar á alla sem koma við sögu í eftirfarandi eru komnir hér til hliðar í einn flokk og verða þar á meðan eftirfarandi dæmi stendur yfir.
Þannig er að Sigríður Pétursdóttir, starfsmaður hjá RUV með meiru, hafði samband við mig og nokkra aðra bloggara sem hún valdi um að gera útvarpsþætti fyrir rás 1 í sumar. Vinnuheitið held ég að sé annað hvort "Bloggað upphátt" eða "Sögumenn samtímans" og verður á dagskrá á laugardögum eftir kvöldfréttir, kl. 18.35, ca. Þar fáum við að tjá okkur, eins vitrænt eða ekki og okkur sýnist og spila tónlist.

Við erum búin að hittast einu sinni, fólkið sem er í þessu dæmi, og það var skemmtilegt. Þar fékk ég til dæmis staðfestingu á því sem ég reyndar vissi, að "bloggarar" eru ekki ein tegund af fólki. Þarna ægði saman kynjum, öldrum og "týpum". (Mér finnst ég nefnilega hafa heyrt örla á misskilningi um annað.) Svo frétti ég líka að til væri eitthvað sem heitir "bloggelíta" og jafnframt að einhverjir sem telja sig tilheyra slíkri séu jafnvel dáldið súrir yfir að fá ekki að vera með. Ég hef reyndar aldrei heyrt minnst á neitt að því fólki og man ekki lengur hvað það heitir (þetta er altént ekki "mín" elíta) en skil vel að menn öfundi. Það liggur við að ég öfundi sjálfa mig af þessu fína tækifæri til að dæla óhroða út í samfélagið. Mínir þættir eru reyndar seint þannig að ég er lítið farin að spá í hvað ég ætla að segja, en sá seinni er 11. september. Það finnst mér gaman. Ójá, það verða hryðjuverk.

Fyrsti þátturinn er 5. júní, minnir mig. Og í sumar verður sumsé hérna inni nýr linkaflokkur, vilji menn skoða hverjir aðrir eru í þessu dæmi.

Til að svara spurningum sem einhverjir sem þekkja mig og mína kunna að hafa,
a) Eva er sú hin sama og einnig ritar Sápuna sem er í hinum tenglunum.
b) Þessi Hugrún er ekki Hugrún systir mín.

Engin ummæli: