13.5.04

Úti er ýðilfagurt og sólríkt vorkvöld á besta landi í heimi.

Inni er undirrituð með taugadrullu að reyna að fara yfir þýðingar í viðauka í ritgerð sem ég get ekki ímyndað mér hvernig í andsk. ég á að klára fyrir 25. maí (sem er nýjasta dedlæn) á milli þess sem ég æði um húsið og reyni að lita allt of mikið efni með allt of litlum lit, án þess að lita líka eldhúsið hjá Mínum, í öjmingjalegri tilraun til þess að gera nógu hálfvitalega búninga til þess að einhver hlæji kannski að einþáttungi sem ég skrifaði, og finnst ekkert fyndinn lengur og á að sýnast eftir allt of stuttan tíma, miðað við hvað ég er stutt komin með fokkíngs búningana.

Er komin á það stig að ég man ekki lengur hvenær var síðast gaman, er orðin almennt og krónískt pirruð og get ekki hætt því. Pirr leiðir af sér meira pirr sem síðan þarf að næra með aukaskammti af pirri. Er farin að þrífast á eigin pirri og verð ennþá meira pirruð þegar fólk reynir að segja mér að ég þurfi að fara að hætti pirrinu og endurheimta hamingjuna, sem ég týndi náttúrulega, einhvers staðar í pirrinu.

Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað? Ef ég fyndi hann nú, og hann reyndist vera bleikur og blár, þá gæti ég kannski notað þann lit til að klára að lita allt helv... efnið.

Grrrr.

Engin ummæli: