11.5.04

Hmmm. Er búin að vera að ritgerða með þátt sem heitir Paradize Hotel á Popptíví í öðru eyranu. Mjööög skrítið. Þetta er sumsé veruleikasjónvarp sem virðist snúast um það að haugur af fólki hangir á einhverju hóteli í fleiri vikur og er vont hvert við annað. Síðan einhverntíma verða einhverjir tveir eftir og þeir vinna verðlaunin... Það hefur hins vegar ekkert komið fram hvað er í verðlaun. Og í lok þáttarins komst ég að því að þau vita það ekkert heldur!!!

Er ekki alveg allt í lagi með fólk? Að hanga á einhverju hóteli í einhverju sem virðist vera einn alsherjar kattarslagur í marga mánuðu og vita ekki einu sinni hvað þau fá fyrir? Pfff. Asnar.

Annars er allt sjónvarp í heiminum að verða búið. Friends búið. Sex and the city búið. Buffy búið og Angel að verða búið. Veruleikasjónvörpin sem ég var farin að hafa smá auga fyrir að verða þreytandi. Sennilega algjör óþarfi að fá sér sjónvarp...

...úúúú. Law and Order...

Verðaðfara.
(Já ég veit, þetta er fíkn. Hvenær verður fundið upp á meðferð fyrir sjónvarpsfíkla?)

Engin ummæli: