Komnar umfjallanir um einþáttungahátíðina fyrir norða á leiklistarvefinn og gaman að því. Lárus Vilhjálmsson sakaði mig um kvenrembu og býst í framhaldinu við morðtilraun af minni hálfu, og Júlíus Júlíusson er þeirrar skoðunar að ef ég gríp einhvern tíma réttri hendi í rassgatið á mér gæti ég orðið nokkuð lunkinn höfundur. Nefndi reyndar í því samhengi Þorvald Þorsteinsson, og þótti mér það ógulega mikið og gott lof.
En Júlli hefur alveg gjörsamlega rétt fyrir sér. Ég verð að fara að gera eitthvað í þessu. Nú er ég þó að verða búin með leikritunarbannið sem ég setti sjálfa mig í þangað til meistaranám væri í höfn. (Það var reyndar bara til að ég hefði gulrót til að klára þann fjanda, alls ekki vegna þess að ég haldi að ég verði eitthvað betra leikskáld sem master í bókmenntafræði.) En mig er farið að langa mikið til að klára leikritið sem ég byrjaði á í skólanum í fyrra og ýmislegt fleira og jafnvel gera eitthvað nýtt, í fyrsta skipti árum saman. Vonandi verður ritgerðarklárun og námskeiðið á Írlandi mér til írassspörkunar. Mér skilst að verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins sé næstum öll búin að lesa hálfkláraða leikritið mitt, heyrði aðeins í þeim um daginn, en bað þau vinsamlegast að vera ekkert að stressa sig, hef hvort sem er ekki alveg tíma til að gera meira fyrr en eftir svona mánuð. Í fyrsta lagi.
Annars er ótrúlegt hversu miklu maður getur komið í verk þegar maður byrjar á annað borð. Mér finnst hafa verið miklu minni vinna eftir í ritgerðinni en ég hélt. (Náttlega að hluta til vegna vöntunar á tvöföldu línubili.) Og nú er þetta alveg, alveg að verða búið!
Hverju á ég þá að pirrast yfir á blogginu mínu?!?
26.5.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli