26.5.04

Pixies er alls ekki verri hljómsveit núna heldur en hún var fyrir 14 árum þegar ég kynntist henni. Hún sendi mig allavega niður skemmtilegt tripp niður minningagötu á tónleikunum í kvöld og mér svifu fyrir hugskotsjónum hin ýmsustu herbergi á heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum. Svo voru tónleikarnir heldur ekkert það langir að ég fengi alvarlegt samviskubit. (Nema svona rétt á meðan ég sá að Prófessorinn Ógurlegi var búinn að vera að reyna að hringja í mig.) Svo er Kim Deal líka flottust í heimi.

Kom allavega heim algjörlega endurnærð og kát og var að klára að skrifa ógurlega fínar vangaveltur í niðurlagið á niðurlaginu á ritgerðinni minni, núna rétt um tvöleytið.

Þá er bara að vita hvað Lærimeistari vor segir á morgun, og hvort hann fellst á drastískar hugmyndir mínar um að skera niður um eins og eina þýðingu til að fyrirbærið verði ekki alveg eins mikið of langt, og til að ég þurfi ekki að fá alveg jafn mikið taugaáfall.

Dammdammdammdammdamm...
Outside there's a...

Nú fá allir sem hafa þokkalegt uppeldi ákveðið lag á heilann.

Engin ummæli: