7.3.05

Búið að frumsýna og mikil gleði með það.
Næsta mál á daxkrá er að reyna að láta sjást í gólfið á íbúðinni minni. Er ekki algjörlega að ná tengslum við alheiminn í dag. Pantaði mér samt flugfar til Akureyrar.

Fékk samt mjög truflandi "wakeupcall" í nótt. Fékk sem sagt sms með einhverju klámi og óbjóði, í gegnum sms þjónustu símans. Fór að skoða þennan fídus á símanetinu í dag og gat ekki betur séð en að þetta væri órekjanlegt, þannig að hver sem er getur semsagt sent hverjum sem er hvaða viðbjóð sem er án ábyrgðar. Látum nú vera með mig, en í samfélagi þar sem börn niður á leikskólaaldur eru komin með gsm síma finnst mér þetta svolítið truflandi staðreynd.

Og ég varð reyndar líka alveg fantabrjáluð þegar þetta kom og langar mikið að tjá mig nokkur orð á kjarnyrtu alþýðumáli við helvítis geðsjúklinginn sem þótti þetta vera góð hugmynd að senda mér á frumsýningarkvöldinu mínu. Ég ætla rétt að vona að þetta sé einhver "randomperri", en ef þetta er einhver sem ég þekki og hann les kannski þessa daglegu "útgáfu", vil ég allavega biðja hann vinsamlegast að drulla sér af blogginu mínu, og koma ALDREI aftur, þar sem nærvist þessa skítbleðils og botnhors úr mannlegu samfélagi, í hvaða formi sem vera skal, er algjörlega fyrir neðan mína virðingu.

Er einnig búin að senda þjónustuneti símans málið til rannsóknar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vona að Landssími Íslands sé sómakært fyrirtæki. Þau eru að verða fá þessi sómakæru.

Gummi Erlings sagði...

Það var ekki mér að kenna!!!

Kannski þetta hafi verið jakkalakkaóbjóðirnir sem komu til þín á Bandlagsskrifstofuna.

Gadfly sagði...

"Botnhor" -það er afar gott orð og verður nú tekið upp sem mikilsverður þáttur í virkum orðaforða fjölskyldunnar.

Sigga Lára sagði...

Síminn segist hafa "sínar leiðir" til að rekja óbjóðinn, ef maður kærir. Óneitanlega finnst mér manni nú eiginlega bera að gera það, sérstaklega ef um "randomperra" er að ræða (sem er nú líklegra þar sem þeir sem þekkja mig ættu að vita betur en að vera að pirra mig...) En randomperra þarf náttúrulega að handsama, til að þeir séu ekki að klæmast við börn og gamalmenni.