2.3.05

Það er greinilega hægt að versla flest á netinu.

Ætli þeir sendi heim?
Í póstkröfu?
Eða borgað með korti?
Og gæti maður skilað ef stærðin passar ekki?

Þessir og margir aðrir brandarar duttu mér í hug.

Tekið skal fram að mig vantar ekki, rétt eintök má alveg eins finna á fylleríum, til dæmis á Papaböllum.

3 ummæli:

Gadfly sagði...

Samt sniðugt fyrir þá sem finnst leiðinlegt að skemmta sér. Ég þekki nokkur dæmi um sambönd sem hafa byrjað á netinu og lukkast þokklega. Þekki reyndar líka dæmi um svoleiðis samband sem lafir saman á einhverri verulega dularfullri forsendu en það á nú líka við um mörg sambönd sem hefjast á papaböllum og öðrum djömmum.

Nafnlaus sagði...

Hmmm...
Enga fordóma!! -sagði maðurinn sem burstaði tennurnar uppúr raksápunni.
Er eitthvað verra að pikka upp mann á netinu en blinfull á bandalagsþingi????
Segi bara svona :)
Þetta eru pikköppstaðir nútímans. Mér finnst það fínt.
Engin hætta á að maður fari blindfullur heim með einhverjum miður geðslegum sem í áfengisvímu kvöldsins virtist vera Don Juan, maður hafði aldrei séð hann fyrr og vonandi aldrei aftur heldur....
Ekki það að ÉG hafi nokkru sinni lent í slíku sjálf, ég bara þekki nokkra sem hafa verið svo óheppnir..............
Ylfa

Sigga Lára sagði...

Enda var ég ekki að segja baun um hvort er betra. Og tilgangurinn helgar yfirleitt meðalið.

Ég reyndar ýki Íslenskar veiðiaðferðir ævinlega talsvert, og þá í fyllri og subbulegri áttina, þegar ég þarf að útskýra þær fyrir útlendingum. Sérstaklega Bandaríkjamönnum.

Stutta útgáfana af sögunni: "Deita? Iss, við dettum nú bara íða og öthugum hvort okkur líkar þar sem við vöknum næsta morgun..."

Það kemur bara alltaf svo fyndinn svipur...