4.3.05

Varð fyrir óhugnalegri reynslu. Inn komu þrír menn. Með talsverðum hávaða. Svona umhverfisblindingjar sem halda að þeir séu skemmtilegir þegar þeir eru í rauninni dónalegir. Og maður þekkir þessa týpu um leið og maður sér hana. Um leið og þeir gengu inn þurfti ég að byrja að berjast við sjálfa mig um að henda þeim ekki niður stigann.

Kannski var það óhugnalegasta að þeir töluðu um "kellingar". Ekki eins og við gerum, í hálfgríni, heldur hlutgerðu þeir og alhæfðu um "kellingar" minnst 5 sinnum á þessum 15 mínútum og virtust ekki einu sinni taka eftir því. Stundum er maður vakinn upp við það, frekar óhugnalega, að það virðist ekki vera búið að segja öllum að "konur eru líka fólk".

Þetta voru flottir strákar. Eflaust taldir hinir eigulegustu í sínum kreðsum. Vaða eflaust í "kellingum". Ungir menn á uppleið. Mér finnst óhugnalegt til þess að vita að þetta pakk er líklega það sem stjórnar þessu landi, og jafnvel meira og minna heiminum.

Mér líður eins og einhver hafi bæði ælt og drullað á gröfina mína.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þá er nú eins gott að þú ert ekki dauð!!!!!
Góða helgi mín elskulega:
Ylfa

Nafnlaus sagði...

Brrr.... Þetta er staðreynd sem ég reyni að ignora feitt. Úngir menn og faungulegir, hrokafullir og dónalegir, eru nefninlega hvítblæðið í beinagrind samfélagsins. Og mér er full alvara.

Nafnlaus sagði...

Mín kenning er sú að menn sem skoða áhugamannaleikhúsameiköpp í frítímum sínum séu hvorki sértakir officerar né gentlemen.
Hugrún