18.5.05

Ammli

Og Sigurvin litlibróðir á afmæli. Nú eru 24 ár síðan hann ákvað að heiðra veröldina með tilvist sinni. Báru var alveg sama. Mér fannst það skemmtilegt. Hugrún var á gelgjunni og þóttu barneignir foreldra lítt viðeigandi.

Já, það voru dagarnir.

Til hamingju, litli.

Og í dag á líka Aðalbjörn afmæli. Hann er líka nýfluttur til Reykjavíkur. Og farinn að vinna á Blaði.

Til hamingju, Bitli.

Merkilegt hvað menn hrúgast alltaf á sömu afmælisdagana.

Viðbót: Og ég sá á Ylfubloggi að Dr. Tóta á LÍKA afmæli. Eins og ég segi, allir hrúgast.
Til hamingju, Tóta, elsku Tóta...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já hann er 24 ára í dag hann litli bróðir. Nú er ég sennilega á svipuðum aldri og móðir okkar var þegar hún átti hann, og mér fannst hún göömul. Ég er hinsvegar ennþá á gelgjunni!
Hugrún