20.5.05

Skil ekki alveg...

...umræðu um að aflýsa júróvisionpartihaldi þó Íslendingar verði ekki með. Persónulega þótti mér við vera með skítómerkilegt lag, eins og venjulega, og hélt ekkert sérstaklega með því, frekar en venjulega. Hefðu menn hins vegar sent Moldóva og Norðmenn heim hefði ég farið að skipuleggja sniðgöngu.

En hvort Íslendingar eiga kost á 16. sætinu, eða þar um bil? Mér verður sama um það þangað til við sendum gott lag í þessa keppni. Þá meina ég bara lag sem mér finnst gott, burtséð frá öllu júrói, og kemur mér í gott skap árum saman. (Eins og til dæmis hvarerhvarerhvarerhvarer húfan mín er enn að gera.) Og þar sem það hefur ekki gerst undanfarin 19 ár á ég nú svo sem ekkert von á því að Íslendingar fari nokkurn tíma að brúka tónlistarsmekk þegar kemur að Júróvísjón og eru því best geymdir í neðri hluta undankeppninnar.

Og ég blæs á allar bjánalegar samsæriskenningar. Vissulega eru nágrannastigin til staðar, en það eru bara ekki þau sem eru að skipta sköpum í úrslitum. Oftast vinna t.a.m. lögin sem mér þykja flottust, eða eru ofarlega. (Eins og t.d. hún Ruslana sem vann í fyrra. Í mínu partýi þá var skylda að drekka fast í hvert sinn sem sá sem maður hélt með fékk 12 stig. Hald með Ruslönu skilaði mér pent beina leið á peruna og í dauðann fyrir miðnætti. Ég man ekki til að neinn í partíinu hafi haldið með Jónsa greyinu.) Ég fæ alltaf mikin Gíslamarteinslegan bjánahroll þegar menn ætla að fara að halda fram einhverri evrópupólitík. Og það er svo fyndið að þetta er sama fólkið og finnst algjörlega skýlaust sjálfsagt að skandinavar skiptist allir á eihverjum 3-5 stigum og móðgast heiftarlega ef eitthvert Norðurlanda svíkur lit. Þetta er kannski bara svo spurning um margur heldur mig sig?

Kræst, ég er alltof geðvond yfir þessu. Mér leiðist bara þegar mér finnst ég allt í einu tilheyra ferlega vítlausri þjóð.

Og ég er alveg bandósammála því sem ég var að lesa á moggvefnum að ABBA sé "besta" júróvísjónlag allra tíma. Mér finnst All kinds of everything skýlaust eiga að bera þann titil. Enda var ég búin að halda uppá það lag árum saman án þess að hafa hugmynd um að það væri upphaflega júróvisjón.

Og burtséð frá því, hvaða fíflska er það að ætla að búa til einhverja vísindalega staðla á tónlist í ákveðinni keppni? Er ekki eðlilegt að í söngvakeppni reyni menn að semja sem besta söngva? Er hægt að setja staðla og rúðustrik á að sumar tegundir söngva séu betri en aðrar? Er þetta kannski bara dæmi um það versta sem getur gerst ef menn fara að keppa í listum? Það virðast allir vera búnir að gleyma því að SÖngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva átti eflaust einhverntíma að hvetja menn til listsköpunar. Hins vegar eru menn farnir að meðhöndla hana eins og hverja aðra keppnis-efnafræði. Hver er besta formúlan? Og allar kenningar um það hrynja um leið og þær eru settar fram og vitiði akkurru? Tónlist er listgrein, sama í hvaða undarlega augnmiði hún er samin og framin og mun aldrei lúta neins konar formúlum. Sama hvað menn reyna.

Ég hlusta á Evróvísjón á hverju ári. Og þó menn geri jú mikið af því að reyna að fylgja einhverjum skrítnum formúlum, þá eru alltaf þarna nokkur ágætis lög. (Misgóð á milli ára, vissulega.) Og mér finnst gaman að halda með lögum sem mér þykja skemmtileg, og gera illkvittnislegt grín að þeim sem mér þykja vond en ég neita að þurfa að rökstyðja hvers vegna mér þykir hvað. Fyrir mér er gott lag bara gott lag.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála! dettur ekki í hug að aflýsa partýinu. Nú fyrst verður gaman þar sem engin hætta er á að menn missi tár og hland yfir úrslitunum...nema gleðitár yfir sigri Norðmanna...
Hjá mér verður Eurovisiontema svo ef þig langar að vera í karakter Eika Haux eða Ruslönu á morgun skaltu leggja leið þína á Mánagötuna!
Rokk fokk, Huld.