Stundum þarf ég að ritskoða út úr fundargerðum Bandalagsins eitt og annað sem mér þykir afskaplega leitt að sjá eftir. Til dæmis þurfti ég núna að skera þessa setningu:
Daxkrárbreytingartillaga í smíðum. Allir bíða og eru óþægir.
Ármann reynir að drepa Þorgeir með lykli.
Er að hugsa um að gera breytingar á vinnuferli aðalfunda þannig að ég fái mér aðstoðarmann sem skrifar allt þetta leiðinlega, en ég sjálf skrifa fíflafundargerð, bara með vitleysu. Efast ekki um að hún yrði miklu víðlesnari og gæti huxanlega gabbað menn til að mæta á aðalfundi.
19.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Það er áreiðanlega rétt tilgáta hjá þér. Mæli með að þú látir reyna á þetta.
Skrifa ummæli