17.5.05

Plögg ofl.

Best að byrja á að plögga.

Í kvöld heldur hún Litlasystir, Bára, burtfarartónleika í Salnum í Kópavogi. Þar verður nú ýmislegt flutt, meðal annars hið frumsamda tónverk: "Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni". (Já, hún systir mín sækir sér gjarnan innblástur í heimsbókmenntirnar.)

Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og ég veit ekki hvort eða hvað kostar inn, en það eru allir geðveikt velkomnir af því að það væri svo svakalega kúl ef það kæmu margir.

Ég segi annars draumfarir mínar alls ekki sléttar. Nú hefur sett að mér þvílíka kvíðaröskun alla helgina að ég man nú bara ekki annað eins. Þetta ku hafa með að gera fyrirdyrumstandandi leikstjórnarverkefni sem ég er greinilega bara með hálfgerða svefntregðu yfir. Ekki þarfyrir að ég er með einþáttung sem er svo ljómandi að hann leikstýrir sér sjálfur og algjöra snilldar náttúrutalenta fyrir leikara sem ég veit að eiga eftir að vera þæg og góð og leika ljómandi. Veit ekki hvernig ég væri eiginlega ef ég væri að fara að gera eitthvað erfiðara. Sennilega komin á lyf.

Þetta truflaði nú samt ekki samvistir mínar við Rannsóknarskip þessa helgi sem voru miklar og farsælar. Við létum opnun listahátíðar mest framhjá okkur fara og gerðum almennt ekki nokkurn skapaðan hlut. Enda var það ekki ætlunin. Og nú þarf hann víst að yfirgefa mig, en aldrei slíku vant er ekki ásæða til mikillar örvinlunar þar sem hann snýr væntanlega aftur að einum 10 dögum liðnum, eða einmitt þegar leikstjórnarmartröð verður aflokið.

Ojamm. Og habblaha.

Engin ummæli: