Þá er hún Bára litla búin að halda burtfarartónleikana sína og er vonandi mjög þunn í dag, eins og nýburtfarnir eru gjarnan. Það eru nú samt víst enn nokkrir mánuðir þangað til hún fer burt í alvöru en þá ætlar hún til Norex að læra smíðar. (Tón).
Tónleikarnir voru allir hinir ágætustu. Bára spilaði á lítinn lúður, svo stærri lúður, og svo alveg risastóran huge lúður sem var næstum stærri en hún sjálf. Lagið Moldvarpan sem vildi vita hver skeit á hausinn á henni er hið besta og allir í hljómsveitinni spiluðu og sungu eins og þeir fengju borgað fyrir það. (Enda fengu þeir náttlega bjór á eftir.) Svo þurfti náttlega að vera eitt... svona... nýmóðins. Það fór þannig fram að Bára stóð ein á sviðinu og framleiddi alls konar garg og sarg með lúðrinum sínum. Það fannst mér hefði átt að heita Áheyrandinn sem vildi fá að vita hver skeit í gullklósettið. Já, það er rétt, ég vil hafa mína tónlist í rondóformi. Ekkert rugl.
Því miður voru allt of fáir á þessum tónleikum, en ég held það hafi bara verið alveg passlega margir í partýinu. Og það er nú fyrir öllu.
18.5.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli