er ekki laust við að óvenju miklir brestir séu í minni geðprýði.
Í dag byrjar Skólinn í dalnum Svarfaðar og ekki laust við að nokkrir manns hafi lagt lykkjur á leið sína til að nudda manni uppúr því að vera ekki að fara þangað. En, þar sem ekki er höfundanámskeið þetta árið er ég nú ekkert að farast úr öfund.
Og í dag er líka síðasti dagur fyrir leikfélög til að skila styrkumsóknum þannig að allir stjórnarmenn leikfélaga eru með kvíðakast í dag og flestir hafa séð ástæðu til að hringja og deila því með okkur, enda erum við náttúrulega til þess.
Og á svona dögum sjá auðvitað margir ástæðu til að vera með allskyns vesen á síðustu stundu og fólki í útlöndum þykir við hæfi að senda okkur sminksendingar sem reynast síðan vera vel marineraðar í under makeup base.
Og dagurinn er rétt að byrja!
Maður á nú bara ekki til neitt sérstaklega mörg orð.
Góða helgi!
10.6.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góða besta! vorkenni þér ekki neitt... við erum að fara að gera solið svoo skettlegt að það vinnur öll svona leiðindi upp... jibbýkóla!
Oooooo... Ég fer heldur ekkert í skólann, enda nýkomin frá DK þar sem ég fékk útrás fyrir ferðagleðina mína í bili en auðvitað enga ´´utrás fyrir leikgleðina. Ég ofunda því þá sem fara allnokkuð en hef ákveðið að vera bara grand áðí pg samgleðjast!
En, púff hvað það er efitt!!
Skrifa ummæli