12.6.05

Í gærkvöldi

heyrði ég Bandalagið sungið í Svarfaðardalnum, alla leið til Reykjavíkur. Hef grun um að þar sé verulega gaman, þó svo að Rannsóknarskipið reyni að leyna hamingjulátunum í símann, til þess að ég verði ekki stúrin af öfund.

Ég er annars búin að fara út í sveit um helgina og eignaðist í gær geðveikt skemmtilegan tölvuleik, þannig það er alveg búið að bjarga vikunni fyrir mér.

En mér finnst nú alltaf gott að heyra að það sé gaman á skólanum, hvort sem ég er þar eða ekki. Verst að ég veit ekki til þess að neinn sé að blogga þaðan þetta árið. Nema hún Þórunn Gréta rekist á internetið og detti í hug að gefa jafnóðum skýrslu. Því miður gleymdi ég að skipa henni að gera það. Enda veit ég ekki hvort það er ennþá tölva þar og internet.

Líklega verður maður bara að bíða frásagna fram á laugardag.

1 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Iss, miklu skemmtilegra að hanga einn með sjálfum sér í Reykjavík.