14.7.05

Í Önundarfjörð!

Þá er ferðatilhögun mín sem vesturfara loxins komin á hreint. Er að fara vestur á firði til að vera vitni að sameiningu herra og frúr Ringsted. Flýg til Ísafjarðar áður en ég vakna í fyrramálið og tilbaka á sama tíma á sunnudaxmorgun. Í millitíðinni mun ég sitja brullaup mikið við áttugasta mann.

Mjög spennandi, hef bara einu sinni komið á Ísafjörð, skammarlega lítið ferðast um norðurhluta Vestfjarða þó ég þekki suðurhlutann eins og nefið á mér, og man ekki til þess að hafa nokkurn tíma gerst svo fræg að koma í Önundarfjörð. Þetta verður útilega hin mesta, ég fæ reyndar að liggja inni þar sem ástand mitt veldur símigu og banni við söngvatni því sem jafnan tryggir góðan og heilbrigðan nætursvefn við hvaða aðstæður sem séu. Er fegin að hin verðandi frú Ringsted taldi mig af því að hætta við að mæta í uppgefinskasti á miðri Leiklistarhátíð. Hef mikla trú á gamni þessu, hvað sem veðurspáin segir.

Það er líka eitthvað við það að vera úr GSM sambandi. Einshvern tíma ætla ég að setja familíuna og tjaldið í bílinn Rannsóknarskips og þvælast svo um Vestfirði þvera og endilanga vikum saman. Jæjah, best að fara að athuga hvort einhver sé til í að þrusa af stað eldeldsnemma á sunnudaxmorgun til að koma okkur Hrund í flug.
Hmmm. Hver drekkur nú minnst?

3 ummæli:

Ásta sagði...

Ég hef komið til Önundarfjarðar en hef því miður aldrei séð hann. Tókst einhvern veginn að vera þar bara í myrkri. Góða skemmtun í brullupinu og endilega sendu Frúnni hamingjuóskir mínar.

Nafnlaus sagði...

Tíhí, skemmtileg hugmynd að fara í flug áður en maður vaknar. Það er reyndar nokkuð sem ég þekki af eigin raun en mér hefur ekki tekist að komast svona vel að orði þar um.

Bestu kveðjur í brullaupið.

Sigga Lára sagði...

PS. Uppgötvaði að líklega myndi ég drekka einna minnst sjálf. Fattaði tilvist bílaleigubíla. Mikil snilld.