Örlagaeggin í Borgarleikhúsinu er ein fyrsti sumarsöngleikurinn sem mig langar að sjá. Og langar meira að segja mjög mikið og er alveg að fara að. En um daginn rak ég augun í dáldið sem gerði mig huxi og það var ekki fyrr en núna að það kviknaði endanlega á perunni varðandi hvað þetta þýddi.
Sýningin var einhvers staðar sögð vera á vegum Leikskólans og Reykvíska listaleikhússins. Þetta eru bæði tvö áhugaleikfélög innan vébanda Bandlags íslenskra leikfélaga.
Sem samkvæmt öllum kreddum gerir sýninguna að áhugasýningu. Sem er gaman.
En sá böggull fylgir skammrifi að þar með kemur hún ekki til álita í neinu vali fyrir næstu Grímu. Sem er áhugavert. Spurningin er, hvað gera menn? Hleypa áhugasýningum inn? Eða halda þessari úti? Eða finna einhverja glufu framhjá öllu saman? Er hægt að segja að sýningin sé í samstarfi við Borgarleikhúsið og þar með inni í Grímunni? Getur þá Leikfélag Fljótsdalshéraðs svindlað sér inn með því að segjast vera í samstarfi við Óperustúdíó Austurlands, sem er atvinnubatterí? Eða leikfélag Hafnarfjarðar ef þeir taka upp sýndarsamstarf við Hafnarfjarðarleikhúsið? Eða er þetta kannski bara útpæld leið hjá Eggjamönnum vegna þess að þeir vilja ekki vera með í Grímunni og finnst hún kjánaleg?
Spennandi.
Held þetta gæti alveg orðið dáldið gaman.
13.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þeim finnst gríman ekki kjánalegri en svo að þau fluttu lag úr sýningunni í Grímunni í ár.
Skrifa ummæli