að vera bara komin aftur í vinnuna. Komst að því að heimilishald á heimili móður minnar er flóknara en það sýnist. Þó maður sé þar bara aleinn.
En ekki skrifaði ég leikrit í þessu sumarfríi, eins og ég ætlaði. Fékk hins vegar Rannsóknarskipið og hálfan flotann í heimsókn um helgina og sýndi þeim dáldið af Héraði og flottasta fjörðinn. Ákveðinn hluti hafði þó mestan áhuga á golfvellinum. En þetta var allt hið skemmtilegasta og risu upp mikil plön um að gera þetta að árlegum viðburði, sammenkomst Brekkubarna, heima hjá mér. Svo var ákveðið að hafa systkini mín með í pakkanum eftir að í ljós kom að tveir einhleypir verðandi mágar mínir eru einmitt á réttum aldri fyrir hinar forpipruðu systur mínar. Höfðum við í flimtingum að þrefalt systkinabrúðkaup myndi sennilega komast í DV.
En þá er ég snúin aftur til höfuðborgarinnar og næsta mál á daxkrá eru nú bara flutningar. Við fáum víst nýju íbúðina 1. ágúst í stað 1. sept, sem er eins gott þar sem við erum bæði búin að selja undan okkur og eigum að skila um miðjan ágúst. Ég er sem sagt að undirbúa mína 18. flutninga síðan ég flutti úr föðurhúsum fyrir einum 12 árum síðan. Spennandi... eða þannig.
Svo vil ég náttlega þakka öllum hlý orð og fagrar spár um verðandi afkomanda. Hvers tilvist ég er eiginlega farin að véfengja þar sem mig hrjá öngvir þeir kvillar sem verðandi mæður ku eiga að vera undirlagðar af. Ég er ekki einu sinni lengur með feituna. Svo maður minnist nú ekki á öll þau hugboð um allan skrattan sem maður á víst að vera í samfelldu móðursýkiskasti yfir, samkvæmt heimskulegu mæðrunarbókunum. (Líklega rétt hjá Ylfu að reyna bara að brúka brjóstvitið, þó mitt sé vissulega af skornari skammti en hennar.)
Og talandi um frú Ringsted, ég er ekki enn búin að fá far vestur á firði um helgina. Andskotans!
12.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Narraðu Nínu eða Hrund til að bjóða þér far..
Skrifa ummæli