hvað kom yfir menn í Reykjavík meðan ég var í burtu. Maður er nú bara hræddur. Hringbrautin komin eitthvurt annað og lítur út eins og hún sé í útlöndum. Ég er óskaplega fegin að vera ekki lengur á bíl. Það er nú samt heldur ekki hlaupið að því að vera gangandi. Í gær átti ég erindi yfir í hinu megin. Komst að því að sennilega á maður bara að halda sig þeim megin Miklubrautar sem maður býr, eða hafa verra af. Var þetta mikil svaðilför, ég villtist þrisvar, bara á leiðinni yfir götuna, og var næstum dottin ofan í mjög stóra holu.
Og talandi um holur. Stóra holan við hliðina á skrifstofunni minni er bara alls engin hola lengur! Þeir eru allt í einu bara alveg búnir að fylla hana af bílageymslum og eru alveg að fara að byggja ofan á. (Svo ætla þeir auðvitað að setja framtíðarhúsnæðið mitt, penthás með þakgarði, ofan á allt saman.) En ég var eiginlega alveg búin að venjast því að hafa þessa holu þarna. Og sprengingarnar og loftborahljóðin úr henni.
Hvað verðurða næst? Jah, maður spyr sig...
14.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli