Skrattans. Þegar kvarnirnar fara í gang þá er ekki alltaf hlaupið að því að stoppa. Eins og Cordelia Chase segir í einhverjum Buffy-þættinum:
„Oh, great. Now I'm gonna be stuck with serious thoughts all day.“
Til þess að reyna að stemma stigu við þeirri ógn að fara inn í helgina í þungum þönkum ætla ég að reyna að ryðja út því sem ég er að huxa, svo það fari.
Það sem festist í kvörnunum og varð allt í einu seigt undir tönn var eitthvað á þessa leið:
„Hvað er þess virði að berjast fyrir því?“
Þegar umræðan snýst í þá átt að menn fara að segjast vera að berjast fyrir frelsinu þá fæ ég ævinglega sömu línurnar úr sama laginu á heilann. Það er annaðhvort af Egó í mynd eða Das Kapital.
„Stríðum - gegn stríði.
Berjumst - fyrir friði.“
Stundum hefur hann Bubbi nú hitt naglann aðeins á höfuðið.
Pælingin sem ég fékk í framhaldinu er eitthvað á þessa leið:
Er rétta leiðin að berjast?
Er það að skila einhverjum árangri?
Er líklegt að við náum að kenna miðausturlöndum eins og þau leggja sig að taka upp vestræn gildi, með vopnavaldi?
Og ætli þeim þyki líklegt að við leggum niður okkar vestrænu ef þeir sprengja nógu margar byggingar?
Höldum við að þeir hætti að sprengja okkar ef við sprengjum fleiri af þeirra?
Og ef þetta lítur ekki út fyrir að leiða til neinnar lausnar, hver vinnur þá?
Sá sem drepur fleiri?
Sá sem drepur fleiri per höfðatölu?
Eða er þetta eins og ólympíuleikarnir?
Ekki málið að vinna heldur að vera með?
Er göfugt að drepa fólk ef maður trúir á málstaðinn?
Einu sinni stóð ég með nokkrum öðrum úti í Nimes og við vorum að horfa á leifar af tvöþúsund ára gömlu vatnsveitukerfi. Kerfi sem var til á tímum Rómarveldis, en síðan gleymdist í ein 1500 ár hvernig átti að gera svoleiðis. Við veltum þessu dáldið fyrir okkur. Hvað þyrfti að gerast til þess að við gleymdum hvernig ætti að gera rafmagn? Eða lyf við lungnabólgu? Þetta var u.þ.b. mánuði eftir 11. september. 2001.
Núna er ég alveg farin að sjá hvernig þetta getur gerst. Við erum í stríði. Við höldum að við séum að berjast fyrir tilvist vestrænna gilda. Múslimar halda að þeir séu að berjast fyrir tilvist múslimskra gilda. Engin lausn er í sjónmáli. Og enginn virðist einu sinni vera að leita að lausn. Menn setja bara fram kassann og belja:
Málstaðurinn er þess virði að berjast fyrir! Fyrir Frelsið! Og skjóta svo fyrst og spyrja svo.
Almennir borgarar eru bara svona egg sem þarf að mölva til að gera þessa fínu eggjaköku vestrænna/múslimskra gilda. (Fer eftir hver horfir hvaðan hvort er.)
Eins og málin standa í dag lítur út fyrir að þesu stríði ljúki ekki nema með gereyðingu menningararfs vesturheims eða miðausturlanda, nema hvorutveggja sé.
Og þegar við verðum búin að breyta miðausturlöndum í stóra holu og sitjum sjálf í miðjum kjarnorkuvetri með enga borg uppistandandi og búin að brjóta og týna menningararfinum og þekkingarþróun aldanna,
verðum við þá búin að vinna?
22.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Já. Einmitt, þá verðum við búin að vinna. Þá þurfum við ekkert að vinna framar. Gaman að því.
Ég verð að játa að það sem sló mig í þessum annars djúphugsaða texta var: Ja hérna, það er til annað fólk en ég sem getur quotað í Buffý...kúl!
Jóhannes Þ.
besserwiss.com
Skrifa ummæli