25.7.05

Eilíf ást og hamingja

Eftir heimsendaspár föstudaxins er rétt að skipta aðeins um gír. Yndislegi maðurinn minn birtist óvænt á föstudagskvöldið. Laugardeginum eyddum við í að velta okkur í sólinni uppi í Heiðmörk ásamt bandalaxskólafólki. Í gær fórum við síðan að skoða yndislega dásamlega framtíðarheimilið okkar, en þar eru eigendur þessa dagana að "stinga út" eins og þeir sjálfir orða það. Hef fulla trú á að þar á eftir að blómstra þvílíkt eilíf ást og haminga, og ekki spillir fyrir að hún verður staðsett miðja vegu milli Hugleikhússins og Andarungans. Já, þau hafa nú aldeilis séð fram í tímann þegar þau byrjuðu að búa, það Ingibjörg og Ragnar.

Svo þurfti Rannsóknarskipið auðvitað að láta úr höfn í morgun, en nú kemur hann sennilega ekki aftur fyrr en eftir um 3 vikur og þá drekkhlaðinn eigum sínum.

Ég örvænti heldur ekki, á spánnýja og ilmandi Harry Potter bók sem enn er ekki nema hálflesin.

Engin ummæli: