Ætli það hljóti ekki að vera fyrir einhverju gasalega góðu ef maður vaknar síðasta daginn í íbúðinni sinni með dauða randaflugu í rúminu sínu? Og gengur síðan í gegnum flunkunýjan kóngulóarvef á leiðinni niður stigann sinn, á leiðinni í vinnuna í síðasta skipti þaðan?
Fyrirboðar þess að ég flytti í dag voru allavega annars vegar Bára syss sem kom á miðvikudaxkvöld og pakkaði stofunni minni, og svo Nanna og Ásta, sem pökkuðu eldhúsinu í gær. Þetta voru meir að segja svo miklir fyrirboðar að ég hefði ekkert getað flutt í dag án þeirra. Ljóst að það þarf að halda grill á nýja pallinum, einhvern tíma áður en Bára flytur til útlandanna.
En mig bráðvantar allavega eina smá sólbaðsveðrahrinu, áður en veturinn kemur almennilega. Til að geta pallað og grillað. Annars held ég geti verið að veturinn sé kominn á skrifstofunni minni. Það er allavega orðið galið að gera og menn farnir að panta leikrit eins og þeir fái fullt borgað fyrir það.
5.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Sól sól skín á þig :)
Árni kemur með sólina með sér eftir helgi....
Njóttu vel :)
Skrifa ummæli