Nú bara verð ég að brúka allt mitt vit til að plögga. Fór í gær á opnunarhátíð stórsniðugrar verslunar. Í dag er fyrsti dagurinn sem Nornabúðin við Vesturgötu er opin fyrir viðskiptum. Verð að lýsa yfir hamslausri hrifningu af framtakinu og tilvist þessarar indælu verslunar. Þarna er hægt að versla sér, meðal margs annars, tarotspil af ýmsum gerðum, tæki og tól til rúnagaldurs, allskonar heilsute og síðast en ekki síst, galdra. (Ég kolféll fyrir fávitafælunum. Held að mikill markaður sé fyrir þær.) Og, fyrir utan allt annað þá er þessi fína sjoppa algjörlega í leið minni heim úr vinnunni, þ.e.a.s þegar ég verð flutt í Imbu-Skjálf. Hef huxað mér að ónáða búðarrekendur í tíma og ótíma.
Í bili verður opið frá 14.00-18.00 á daginn, skilst mér. Láðist að spyrja um helgar, en mun plögga betur þegar ég veit meira.
Til hamingju elsku Heiða og Eva.
Vona að viðskiptin verði ekkert nema gífurleg gargandi snilld, samt ekki svo mikil að þið þurfið að flytja. Vil geta droppað við í kaffi á leiðinni í og úr barneignafríum næstu árin.
2.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir heillaóskir og góð ummæli. Nei góan mín, þessi búð verður ekki flutt, AlDREI. Við erum búnar að leggja of mikla vinnu í hana til þess. Ef viðskiptin verða of mikil til að við ráðum við þau, opnum við bara útibú. Kannski bara mörg útibú. Þú getur því verið viss um að við verðum í göngufæri við þig um ókomin ár.
Skrifa ummæli