Sem farin var í tilefni af satanískum hausverk (sem virðist fylgja sunnudegi verslunarmannahelgar þó maður sé hreint ekki einu sinni á fylleríi) endaði í Mónakó.
Þ.e.a.s. í vinnunni hvar ég uppgötvaði 2 í viðbót við hinn opinbera Hugleik sem bloggar frá Mónakó. Og er duglegur við. Nú er semsagt hægt að fylgjast með gleðinni hjá Hullurum á Hullvefnum, hjá Varríusi og Hjalta. Eftir langferð um öll þessi blogg er ekki laust við að manni finnist mar hafa bara farið í smá ferð. Besti brandarinn sem ég hef heyrt þaðan var þegar norskur áhugaleikhúsmaður spurði formann vorn: Hvað er þetta eiginlega með danskar áhugaleiksýningar?
Þetta er mjög fyndið ef maður þekkir eitthvað norskar áhugaleiksýningar.
Mín verslunarmannahelgi hefur farið í ýmislegt skemmtilegt. Er búin að henda heilum haug af pappír og allskyns drasli sem ég get engan veginn munað hvers vegna ég var að geyma. Eitt af því fáa sem geymast skal eru leikdómar af því ágæta verki Ungir menn á uppleið. Ég fann þá, las þá, fann hvernig höfuð mitt stækkaði um nokkrar hattastærðir, og ákvað að henda þeim ekki.
Svo er ég búin að stunda djúpar rannsóknir á sjónvarpsdaxkránni. Sá óvart "The Contender". Þvílíkar djööööfulsins kjeeeellingar, verð ég nú bara að segja. Americas next top models yfirdramatisera ekki einu sinni svona mikið. Eða grenja um börnin sín. Eða mæður sínar. Er helst á því að boxarar séu væmnasta pakk í heimi. (Það var kannski, eftir alltsaman, ekki himnasælan í hjónabandinu sem gerði hann Bubba svona mjúkan allt í einu? Menn meirna kannski bara svona við boxið? Rannsóknarefni?)
Í öllu falli, held ég haldi áfram rannsóknarvinnu á öllum vígstöðvum. Og ef einhver skilur að hvaða stað Herra Varríus er að hinta varðandi óformlegt boð á leiklistarhátíð, má sá hinn sami gjarnan láta mig vita.
31.7.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þetta vita allar húsmæðraskólagengnar konur að þegar maður lemur kótilettur með kjöthamri verða þær mýkri undir tönn. Hausþykkir boxarar eru eflaust engin undantekning. Eruð þið annars orðnir nágrannar? Hvenær er óhætt að kíkja í kaffi? Ég get sagt þér magakveisusögur af syni mínum þér til hugarhægðar í óléttunni...
Skrifa ummæli