Titill færslunnar er í tilefni daxins, en hefur ekkert með innihaldið að gera.
Þetta var bara það fyndnasta sem ég heyrði í Gei Præd göngunni í dag.
Er flutt í Imbu-Skjálf og búin að fá mína fyrstu gesti í kaffi. Allir ættu einhvern tíma að prófa að flytja í þrisvar sinnum stærra húsnæði. Ég gerði það í annað skipti í röð í gær. Búslóðin mín varð allt í einu oggulítil og komst í eitt hornið á stofunni. Þetta voru 18. flutningar mínir síðan ég flutti að heiman. Var einmitt að huxa um að gera einhvern tíma færslu um alla staðina sem ég hef búið á, til að sú heimild sé til, áður en ég fer að gleyma stöðum.
Ætla samt ekki að gera það núna, þar sem mér er illt í rassinum og ætla í bað.
6.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Illt í rassinum á leið í bað??
Eftirköst göngunnar???????
Hmmmmm
Skrifa ummæli