Það er eins og venjulega. Allt í einu. Einmitt þegar mar þarf að vera að stelast til að prófarka reglulega vonda þýðingu í vinnunni brjálast allt í annríki. Ójá, Gay Pride gangan í ár kemur til með að líta út eins og auglýsing frá Bandalagi íslenskra leikfélaga.
Fór í sjúkraþjálfun í gær. Get huxað mér margt verra heldur en að fara einu sinni í viku næstu 5 mánuði og láta nudda á mér rassinn. Gallinn er hins vegar sá að mér skilst að með intensívri sjúkraþjálfun og gífurlegum dugnaði við að gera sem minnst, sé hægt að koma því til leiðar að þetta verði "ekkert mikið verra" og "lagist huxanlega" eftir fæðingu. Fór þó aldrei svo að maður væri lengi án horfa á krónískum eymingshætti.
En, þar sem mínar fyrri krónískur hafa hrunið af mér eins og vatn af gæs, þá er ég bjartsýn og þar að auki búin að heita á Nykurtjörn. Ef mér batnast einhvern tíma skal ég ganga upp að henni. (Ef ég mögulega nenni.)
Held annars að Alheimurinn sé að kenna mér að meta líkama minn. Aldrei fattaði ég hvað maður notaði vinstri höndina mikið. Fyrr en ég braut hana. Þá fattaði ég að hún var ómissandi. Ekki var ég nú heldur mikið að spekúlera í jafnvægisskyninu mínu. Fyrr en það yfirgaf mig. (Fyrir þann tíma var ég reyndar bara alveg mikið fyrir að drekka mig ringlaða. Finnst það ekki gaman lengur.) Og ekki hefi ég áður gert mér grein fyrir því hvað mjaðmagrindin manns er mikið þarfaþing. Maður er bóxtaflega ALLTAF að nota hana. Ég vona nú samt að Alheimurinn hætti uppteknum hætti áður en öll líffæri eru búin að fá fyrir ferðina. Þetta fer nebblega að verða dáldið þreytandi.
Annars, ætlaði að flytja í Imbu-Skjálf í dag, frestaði því til morguns, vegna eigin eymingjaháttar og olíuberunar á gólf heimilis míns komanda sem stendur víst yfir.
Ætla að vera dugleg að hvíla á mér rassinn í dag.
4.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ég er einmitt líka í rassahvíld. Fínt svona með saumaskapnum :)
Sæl mín elskulega og þakkir fyrir síðast!! Ég hef verið að "ketsja upp" á blogginu þínu og verð að kommenta aðeins á liðnar færslur.
HNAKKAÞYKKTARMÆLING??? TIl hvers? Til að vera undir það búin að eignast barn sem ekki er eins og maður bjóst við?? Er eitthvað hægt að búa mann undir það? Mér finnst þessum prufum ö-llum svipa til þess sem Hitler var að gera á sínum tíma...
Hefur ekki dottið í hug að fara í slíka mælingu þrátt fyrir að hafa misst tvö "ekki eðlileg" fóstur. Ætli maður að eignast börn á annað borð, þá er ekki hægt að "bíða" þar til eðlilegt fóstur rekur á fjörur manns. Það er margt sem ekki sést í hnakkaþykktarmælingu sem getur verið að og hvað á þá að gera? erum við markvisst að hreinrækta mannkynið?
PUFF!! Hafi maður talið sig eitthvað hafa í það að eignast barn, þá verður maður að gjöra svo vel og búa sig undir það að ekki eru öll börn fullkomin og þau koma ekki úr lista. Þetta segir góð vinkona mín sem hefur eignast tvö fjölfötluð börn. En ég ætla að hætta núna svo að ég láti þig ekki fá tremma...
Hádújúlækæsland spurningin er ÓÞOLANDI!! Ég er hjartanlega sammála þér. Eins og í flestu. Nema þessu með pönnukökurnar. Þú VERÐUR að mynda þér fasta skoðun á þessu og HALDA henni til sreitu. Hvað sem það kostar!!!
Þú varst æðisleg, hjálpsöm og sæt í brúðkaupinu og NÆST þegar við Halli giftum okkur þá verður þú sko fengin aftur til aðstoðar. En þá verðurðu að vera búin að finna út úr þessu með pönnukökurnar!
Darlíng! Gott að fá þig aftur heim í bloggheima!
Já, svona alveg burtséð frá því að ég nennti ekkert í svoleiðis þá hefði ég ekkert gert, sama hvað hefði komið útúr hnakkaþykkratmælingu. Hins vegar heyrði ég utanaf mér þegar ég fór í blóðprufurnar að það færu næstum allir í þetta, en ekki til þess að gá hvort eitthvað væri að heldur til að fá sónarmyndir fyrr en á 20. viku.
En... æi ég veit það ekki. Ég reikna hvort sem er ekkert með því að þekkja sónarmyndir af mínum börnum frá sónarmyndum af öllum öðrum börnum í heiminum.
Skrifa ummæli