25.8.05

Litlan

Þá er litlasta systir mín hún Bára flogin út í heiminn. Nánar tiltekið til Norex þar sem hún hyxt nema tónsmíðar við lýðháskóla í vetur. Ekki illa tilfundið finnst mér. Hún hefur hlotið allar aðvaranir varðandi norskan mat og þunnt kaffi og ætti því að vera fær í flestan sjó. Ekki veit ég hvað hún hyggur á af heimferðum, en eitthvað var hún svartsýn á að hún myndi sjá verðandi systurbarn sitt fyrr en um fermingu.

Ég lagði nokkuð að henni að gera sér blogg. Af ýmsum ástæðum. Ég alveg drepsé nefnilega eftir því að hafa ekki átt svoleiðis í minni útlegð. Maður var nefnilega alltaf annað slagið að fá tölvupósta frá fólki sem spurði: "Hvað er að frétta?" og svo mundi maður náttlega aldrei hvað maður sagði hverjum. Fyrir svo utan það að þennan tíma man enginn með mér sem ég hef ennþá samband við, að ráði. Þannig að 1 og 1/2 ár úr mínu lífi er týnt og það eina sem eftir stendur af tímabilinu er einþáttungurinn "Þegar Grýla stal jólunum." Ég tek aldrei myndir, og ekki hún heldur.

Ég allavega vona að Bára verði með blogg. Ég held hún sé orðheppnari en bæði ég og systir mín hin kjaftforri til samans og ég hef mikla trú á að hún geti tjáð sig um Noreg, þarlenda og allt mögulegt af mikilli snilld.

Þetta er sumsé áskorun, Bára, ha?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bára er snjallasti bréfritari sem ég þann heiður að fá bréf frá. Bréf frá henni eru gjarnan lesin upphátt á heimilinu og stundum þýdd fyrir skólafélaga. Tek undir og endurtek þessa áskorun - bloggaðu Bára og bættu heiminn!
Agnes