23.8.05

Spádómar

Nú hafa menn undanfarið spáð mér ýmsu og ekki öllu skemmtilegu. Eftir því sem ég kemst næst verð ég næstu árin frá og með janúar:

-Illa eða ósofin.
-Ævinlega á barmi taugaáfalls.
-Gleymandi að gera bráðnauðsynlega hluti.
-Eigandi engin hrein föt.
-Ekki að gera neitt jafn vel og ég ætla.
-Einangruð frá mannlegu samfélagi.

En þetta ku alltsaman vera þess virði.

Þetta hljómar kunnuglega. Reyndar svo kunnuglega að svona hefur meirihluti lífs míns verið frá 16 ára aldri. Þetta kallast á mínu heimili æfingatímabil.

5 ummæli:

Litla Skvís sagði...

Hvers konar börn eignast vinir þínir eiginlega? Nú hef ég átt eitt slíkt í rúm 6 ár og ekki kannast ég við neitt af þessu bara útaf krakkaorminum.

Sigga Lára sagði...

Hmm. Leikfélög geta semsagt verið erfiðari en barneignir? Gott að vita...

Nafnlaus sagði...

Já en reginmunurinn þar á er sá að þú getur alltaf flúið úr leikfélaginu en börnin fylgja þér við HVERT fótmál...... og anda ofan í hálsmálið á þér....

Sigga Lára sagði...

Flúið úr leikfélaginu? Um hvað ertu að tala kona? Ég hef meira að segja reynt að flýja til útlanda árum saman. En allt kemur fyrir ekki. Mitt leikfélag er ævinlega ofan í hálsmálinu á mér...

Þetta kom ekki rétt út.

En ég tími ekki að breyta því.

Nafnlaus sagði...

Einu mánuðirnir sem mér leið ekki svona var þegar ég var í fæðingarorlofi.......frá leikfélögunum.
huld.