Það er víst tíska að leggja fólk á leið í fæðingarorlof í einelti á vinnustöðum. Ætli Vibba og stjórn Bandalaxins fari nú að sitja fyrir mér og hrekkja mig? Kannski eins heppilegt að Rannsóknarskipið á ekki einu sinni vinnu sem hægt er að einelta hann í. Formaðurinn fer kannski að dúkka upp í tíma og ótíma og setja teiknibólur í stólinn minn? Svo gæti Hörður komið og búbítrappað tölvuna mína. Og varastjórnin skipst á um að koma og panta handrit úr neðstu hillunum sem ég á erfitt með að beygja mig eftir. Og Vibba sett brennivín í kaffikönnuna.
Þetta gæti nú bara orðið soldið spennandi...
9.8.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vibba mundi aldrei setja brennivín í kaffikönnuna!
Drambui, kannski ;o)
En allir trúa því að ég myndi hrekkja þig með teiknibólum!!! Aldrei, kannski smá vatn niðrá bak en aldrei teiknibólur ussuss....
Knús ljúfan
formaðurinn
Takk.
Góðar grikkhugmyndir eru alltaf vel þegnar.
Skrifa ummæli