19.9.05

Það fjölgar...

Þá er leikárið að hefjast og í kvöld fer næstfætt afkvæmi í hnakkaþykktarmælingu. Það er getið, mest í tölvupósti, af okkur Sigrúnu Óskars, Togga og Bibba og eru foreldrar allir þegar nokkuð stoltir af afrekinu. Í kvöld verður greyinu skellt undir smásjá fæðingareftirlits, þ.e. höfundahóps og stjórnar Hugleix, og eftir það verða sjálfsagt einhverjir genagallar sneiddir af fyrir fyrsta opinbera samlesturinn. (Vonum bara að það verði ekki greint fjölfatlað og snarvangefið.) Sem auglýstur verður von bráðar. Og eftir það hefst nú meðgangan fyrir alvöru. Ásettur frumsýningardagur er einhvern tíma síðla nóvembers. Og er ég þegar búin að leysa vandamálið um hvern skrattann ég þykist ætla að komast í þá, fatkyns.

Talandi um kyns, held ég að y-litningar séu farnir að gera vart við sig hjá Kafbáti. Allavega gengur mikið á innra með mér þessa dagana þegar í sjónvarpinu er:

a) Fótbolti
b) Hasar eða slaxmál hverskonar

Annars er bara logn og ládeyða. Allavega keppnisskap og árásarhneigð farið að gera vart við sig. Ekki líst mér áða... Nema þetta séu mótmæli og tilraunir til að stinga af?

5 ummæli:

Varríus sagði...

Þá er næsta spurning?

Hvoru megin Mersey-ár slær fótboltahjarta kafbátsins?

Sigga Lára sagði...

Rannsóknarskipið segir að Everton og Liverpool séu reyndar bæði sömu megin... En svo á auðvitað bara eftir að berjast með ýmsum uppeldisaðferðum.

fangor sagði...

hah! ég giska á að kafbátur fíli golf og gefi fingur í fótbolta..

Gadfly sagði...

Hlakka til að sjá afkvæmin bæði :)

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort drýsillinn verður rauður eða blár við frumsýningu.