er ýmislegt fróðlegt þessa dagana. Til dæmist verður maður víst geðveikur á því að vera í háskóla. Það var nú aldeilis seint í rassinn gripið að segja manni það fyrst núna.
Og svo er hann Davíð að hætta. Einhvers staðar er búið að tönnlast á því að "engum er sama um Davíð", þ.e.a.s. hvort hann er eða fer, en ég verð nú að viðurkenna að síðan fjölmiðlafrumvarpið var fjarlægt úr honum með skurðaðgerð þá hefur nú lítið farið fyrir honum, og mér var alveg orðið sama.
En umfjöllunin er undarleg. Kannski eðlilegt að stiklað sé á stóru í stjórnmálaferlinum, enda er hann álíka langur og allt mitt líf, en maðurinn er nú ekki nema undir sextugu og gæti alveg átt kommbakk þannig að það er nú kannski óþarfi að liggja svo mikið yfir því. En að fara yfir listamannsferilinn. Minna mann meiraðsegja á óhroðann "Opinberun Hannesar"! Það mætti halda að maðurinn væri ekki að fara í Seðlabankann heldur, eins og Eiríkur heitinn Stefánsson og Helgi Hóseasson kalla það, til Sameinuðu þjóðanna.
Mikið er annars greinilega gaman að koma mönnum af stað í pælingar um mannanöfn. Greinilega uppi margar kenningar. Ég myndaði mér tvær skoðanir á skógargöngu í gær. Annars vegar huxa ég að ég nenni ekki að brúka eins atkvæðis auknefni. (Huxanlega eins atkvæðisnafn sem ég léti þá duga... En kannski erfitt að skamma svoleiðis börn. Er það ekki Huld?) Og ég er soldið fyrir, ef nöfnin eru 2 og mislöng, að hafa lengra nafnið á eftir. En þetta er nú allt á stigi vangaveltna.
9.9.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Huld lætur einmitt svolítið eins og hún hafi aldrei verið skömmuð.
Systir mín á þrjár útgáfur; tveggja atkvæða einnefni, eins atkvæðis einnefni og 2+1-atkvæða tvínefni. Og það er áberandi kauðslegast að kalla á þennan í miðjunni.
Og eigandi þrjú sjálfur get ég alveg staðfest það að þetta er eitthvað það erfiðasta og pólitískasta verkefni sem hægt er að hugsa sér.
Já, ég veit til þess að nefningar hafi valdið erfiðleikum heimilispólitík víða.
Held nú að konan sem hét ekki nokkurn skapaðan hlut fram undir fermingu ætti að vita það. ;-)
Strákur: Línus Gauti
Stelpa: Orka Lind
Hmmm. Held að Ástþór haldi að ég sé að reyna að nefna persónu í reyðfirsku leikriti eftir Ármann...
Skrifa ummæli