24.9.05

Mundi allt í einu

að ég var búin að hafa uppi mikil fyrirheit um að fylgjast af ákafa með íslenska battsjelornum. Skemmt frá því að segja að ég var um 30 sekúndur að láta kjánahrollin hrekja mig yfir á RÚV. (Þar sem var reyndar verið að sína síðasta þátt af bresku eyjadrama sem ég var búin að horfa dáldið á, til að vera alveg fair, það var samkeppni.)

En ég hryllti mig samt dáldið. Ég bjóst hálfpartinn við einhverjum kjánagangi og vonaði eiginlega að menn gerðu þetta af kátri alvöru. Þannig mætti e.t.v. hafa gaman af. En, nei, menn stungu sér beint í væmið, myndskreytt með sykurlegnum landslagsmyndum. Þegar ég var komin með velgjuna alla leið uppí háls fóru huxanlegir keppendur að birtast á skjánum. Menn (sem ég reyndar einhverju kannaðist alveg við) hrósandi eigin mannkostum í hástert. Einhverra hluta vegna trúi ég fólki aldrei þegar það byrjar á því.

Þar breyttist kjánahrollurinn í krípíhroll og ég skipti endanlega yfir til framhjáhalsdsins á bresku eyjunum ógurlegu. En ég ætla samt að reyna að gera aðra tilraun. Svo framarlega sem RÚV kemur ekki með eitthvað því meira freistandi samtímis á fimmtudögum. Hins vegar ríkir mikil gleði í mínum herbúðum yfir endurkomu gamalla vina í imbakassann minn, með lækkandi sól, eins og Survivor og sollis. Enda ekki seinna vænna að verða húkkt á kassanum, svo mar verði nú soldið svekktur þegar æfingar hefjast. Sem þær gera bráðum, á meðan ég man:

Fyrsti samlestur á Jólaævintýri Hugleix verður á Eyjarslóðinni á þriðjudaxkvöld klukkan 20.00. Allir að mæta sem vilja vera með.
Og talandi um, kannski ætti mar að reyna að fara að klára að skrifa það, í staðinn fyrir að sitja bara og bulla á bloggið sitt.

Úr Ylfurhorninu: Ætla að baka vöfflur með kaffinu. Held það sé ágætis stökkpallur yfir í að mynda sér skoðanir (og hæfileika til að baka) pönnukökur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég bakaði pönnulökur með kaffinu og þær voru eins og pönnukökur EIGA að VERA!!

Sigga Lára sagði...

Hihi, ég er þó allavega nógu vel að mér til að vita hvernig Ylfu þykja pönnukökur eiga að vera. Ég ætti kannski bara að vera ekki að reyna að mynda mér skoðun, heldur bara safna annarra...