15.11.05

Heldurðu að ég skíti flatkökum?

Það sem eftir er þessarar viku verða allar fyrirsagnir hér úr Jólaævintýri Hugleix, sem nú er komið í Tjarnarbíó og á endasprettinn sem lítur út fyrir að ætla að verða jafn dáindisskemmtilegur og allt annað sem á undan hefur gengið við tilbúnað þessarar sýningar. Heimilislegt sem aldrei fyrr í Tjarnó. Í búningsherberginu má finna svitalykt undanfarinna 10 ára og allt úir og grúir í draugum marrrrgra liðinna sýninga.

Og ég er enn mikið hamingjusöm yfir að hafa komið því til leiðar að Hugleikur uppgötvaði tilvist Guðmundar Steingrímssonar ljósamanns að austan og lokkaði hann til fylgilax. Þegar hann er farinn að hanga einhvers staðar uppi í stiga eða ljónast á ljósaborðinu, þá er mar nú fyrst kominn heim til sín.

En nú tekur við vika langra og strangra æfinga og einhverra stjórnarstarfa á milli. Hef reyndar svo sem alveg séð það svartara, bara kannski ekki alveg í þessu ástandi. Það er óneitanlega farið að fatla mann talsvert. Hraði yfirferðar er ekki alveg sá sami og venjulega og svefnþarfir eru miklar og ófrávíkjanlegar. Og svo eru ótrúlegustu hreyfingar farnar að þvælast fyrir manni. Var einmitt að pota mér í fötin, með nokkrum erfiðismunum, eftir sund ásamt nokkrum grindhvelum í gær og við vorum að spekúlera íðí hvort það væri ekki einmitt svona að vera gamall. U.þ.b. 90 ára.

En sem betur fer nýt ég fyrsta flokks þjónustu heima fyrir. Rannsóknarskipið mitt er afbragð annarra manna, stjanar í hvívetna og vandar um ef ég gleymi að borða eða sofa. Ynnnndislegt.

3 ummæli:

Þórunn Gréta sagði...

Jahá... ef það er eitthvað sem fær mig til að hugsa home sweet home þá er það tilhugsunin um Guðmund Steingríms í ljósunum og alla hina gömlu jaxlana að skottast í Valaskjálf. Stærstur hlutinn af þeim virðist vera kominn í Hugleik.... hlakka annars til að sjá Jólaævintýrið, þ.e. ef Freysteinn kemur ekki til með að ganga í milli....

Nafnlaus sagði...

þetta með aldurinn. eldist maður þá eftir því sem líður á meðgönguna?

vinur minn hefur þann sið að mæla þynnkuna í aldri:

bibbi: ertu þunnur?

flosi: já

bibbi: mikið

flosi: nei nei rúmlega sextugur kannski...

eða:

bibbi: þunnur?

flosi: ouuuuaahhhhggg

bibbi: já að drepast bara?

flosi: uuuhhh ég er allavega nítíuogtveggja.
virkar..

Sigga Lára sagði...

Já, þetta heimfærist auðveldlega.
Émdi segja að ég væri orðin svona 87. Verð sjálfsagt orðin 120 um jólin.