18.11.05

Sagan á enda núna er...

...eða næstum... eða kannski er hún bara rétt að byrja, svona það sem almenningur sér.

Akkurru ætli það heiti annars generalprufa? Þetta er bjánalegt. Og þýðir ekkert vitrænt.

Allavega, generalprufan á Jólaævintýrinu var áðan og allir skildu sáttir, held ég bara. Menn allaveg klöppuðu voða mikið, blístruðu og öskruðu, að henni lokinni, og það hlýtur að vera ágæts viti. Og sýningin virðist vera alveg rétt að verða tilbúin, verður það alveg á morgun, og bara... ljómi og sómi.

Held allavega að það sé alveg ástæða til að vera ánægð með okkur núna.

Annað, fyndnar umræður í grindhvalasundi í morgun. Vorum að velta fyrir því á hvaða vikudegi væri heppilegast að stunda fæðingadeildina. Ein sem á að eiga á fimmtudag í næstu viku segist ætla að vera á þriðjudegi, af því að þá er ekkert í sjónvarpinu. Ég er sjálf sett á föstudag, sem er alveg ljómandi. Missi ekki af neinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að allt gekk vel. Má bara til með að benda þér á að generalprufa hefur mjög vitræna merkingu, þýðir beinlínis og bókstaflega aðalæfing. Nokkuð var reynt að finna því orði fótfestu í blessuðu móðurmálinu okkar um tíma en hefur ekki tekist enn.
Gangi ykkur svo vel með framhaldið.