17.11.05

Siiiiríuslí...

Var að lesa einstaklega væmna blaðsíðu í Blaðinu, meira og minna upphátt fyrir Rannsóknarskipið, í hádeginu. Fjallaði hún öll um dásamlega rómantískar staðreyndir og heilræði til þess að láta hjónabönd ganga og þar fram eftir götunum. Þetta þótti okkur nú aldeilis fallegt, og andvörpuðum oft í kór, héldumst í hendur og horfðumst í augu. (Í alvöru, sko!)

Það var því ekki að undra að drykkjarjógúrtin kæmi næstum út um nefið á mér þegar ég sá að systir mín, hin kjaftforri og pipraðri, var skrifuð fyrir ósköpunum. Mar veit nú bara ekki hvað mar á að halda!
Hvað eru Blaðsmenn eiginlega að gera við hana?
Setja mýkingarefni í kaffið hennar?
Ætli hún sé kannski farin að reykja maríjúana að staðaldri?

Og, fyrst hún veit þetta alltsaman, því situr hún þá endalaust ein og bitur og kveinar yfir því að ég hafi trúlofast og óléttast á undan sér í staðinn fyrir að hreinlega gera eitthvað í málinu og veiða sér tarf, fyrst hana segist langa í...? Ætti ekki að vera skotaskuld úr því verkefni, miðað við þá bakgrunnsþekkingu sem hún ljóslega hefur.

Er farin alvarlega að halda að systir mín sé skápalessa.

11 ummæli:

Hugrún sagði...

Mrf, þú hefur vonandi lesið skilnaðarsíðuna líka, hún höfðaði mun betur til mín. Blaðamennska fjallar nú um að bregða sér í allra kvikinda líki. Skápalessa, I dont think so. Er bara svo andlaus eftir snilldina á blaðinu að mér dettur bara ekkert meira sniðugt í hug. Góða nótt!

Hugrún sagði...

Já og by the way, ráðleggingarnar eru um þegar maður er BÚINN að ná sér í kærasta, ekkert um hvernig eigi að fara að því að ná sér í einn. Hefurðu aldrei heyrt um google til að ná sér í upplýsingar?

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara eins og með píparann sem aldrei gerir við heima hjá sér?

Annars ætti nú Sigríður að vita best sjálf að það er til fullt af öndvegis-bókmenntafræðingum sem kryfja bækur án þess að hafa skrifað svoleiðis. Og leikhúsgagnrýnendum með fyrirtaksbakgrunn sem gætu ekki leikið eða leiksviðnað neitt yfirleitt þótt þeir héldu í halann á sjálfri leikhúsbeljunni.

Margir sem horfa á spurningaþætti í sjónvarpinu og vita ALLT heima hjá sér, frjósa við sömu aðstæður í sjónvarpssal.

Fólk sem kann Nínu hans Eyva afturábak og áfram gleymir textanum þegar það þarf að syngja hana í Popppunkti (hljómar þetta nokkuð eins og bitur reynslusaga?).

Fólk sem skrifar um veitingahús er örugglega ekki endilega best í að reka svoleiðis sjálft.

Ég veit svosem ekkert hvað ég er að segja eða hvern ég er að verja, eða af hverju ég er að blanda mér í þetta debatt ykkar systra yfirleitt ...

Nafnlaus sagði...

Tek það reyndar fram að þetta með leikhúsgagnrýnendurna er getgáta því ég þekki engan svoleiðis.

Nafnlaus sagði...

... sem altsvo getur/gæti ekki leikið. Þekki sko fullt af gagnrýnendum.

Nafnlaus sagði...

Hef ekki séð pistilinn en bíð spennt, spurning hvort Hugrún geti ekki gooleað það líka hvernig eigi að ná sér í kærasta og halda honum, ég væri alveg til að fá svoleiðis pistil. Guja

Sigga Lára sagði...

Hmmm. Við systur gætum sjálfsagt gert fínustu sjálfshjálparbók ef við leggðum saman. Ég virðist alveg kunna að landa, en hún að halda.

Annars finnst mér nú merkilega margir bókmenntafræðingar vera eitthvað að rembast við að skrifa. Og ég verð alltaf jafn hissa þegar farið er að bregða þeim leikhúsgagnrýnendum sem ég þekki um að starfa ekki í leikhúsi. Eftir því sem ég veit eru þeir allir einmitt í leikhúsvinnu alveg uppfyrir haus, og stundum nokkuð flókið að púsla því saman hver á að skrifa um hvað þar sem allir eru þeir vanhæfir einhvers staðar vegna vinnu við viðkomandi sýningu.

En þetta held ég eigi alls ekki við um systur mína. Held að undir harðsnúnu yfirborðinu leynist hin undirgefnasta og bljúgasta húsfrú sem veit ekkert skemmtilegra en að elda saltfiskinn á laugardögum og búa um öll rúmin á hverjum morgni...

Karlmenn heimsins virðast bara ekki hafa haft vit á að bera sig eftir þessari þjónustu...

Spunkhildur sagði...

Og ég skal skrifa sjálfshjálparbók um það hvernig á að halda sig utan markaðsins án þess að líða illa með það eða vera skápalessa

Sverrir Friðriksson sagði...

Blaðið? Les einhver Blaðið? Ég reyndi það einu sinni og ég var mjög hætt kominn. Þetta blað er svo skelfilegt að DV er eins og Shakespeare í samanburðinum. No offence, þeir sem gætu tekið það til sín.

Gadfly sagði...

Hmmm. Ég kann alveg að spila scrabble. Ástæðan fyrir því að ég spila sjaldan scrabble er sú að ég þekki svo fáa sem eru jafningjar mínir á því sviði. Það er ekkert gaman að spila scrabble við einhvern sem kann það ekki.

Nafnlaus sagði...

Það var nebbla einmitt það Sglára, ég fattaði um leið og ég var búinn að skrifa þessa fáránlegu gömlu klisju um gagnrýnendurna að hún var einmitt bara fáránleg og gömul klisja. Þegar ég hugsaði málið sá ég einmitt að ég þekki fullt af gagnrýnendum og þeir eru eins og þú segir allir á kafi í leikhúsi.. og m.a.s. frekar hæfir þar.