14.11.05

Hólí fokkíng krapp og sjitt...

Góðu fréttirnar eru þær að maður þarf ekki að sækja um fæðingarorlof fyrr en 6 vikum fyrir áætlaða frumsýningu nýs afkomanda. (En ekki 8, eins og ég hélt, sem hefði verið á föstudaginn, sem hefði hreinlega ekki verið hægt...) Þær slæmu eru að listinn af pappír sem fylgja þarf umsókn er lengri en það sem þarf til að fá greiðslumat. Og er þá nóg sagt. Er ekki hægt að ráða fólk til að sjá um svona fyrir sig? Ég bara má ekki vera að þessu...

Og svo gerir kerfið alls ekki ráð fyrir afbrigðilegu fólki. Jújú, fæðingarORLOF er fyrir fólk sem er í vinnu, og fæðingarSTYRKIR eru fyrir þá sem eru í yfir 75% námi. EÐA atvinnulausir... það er ekki gert ráð fyrir fólki eins og Rannsóknarskipinu sem er í tveimur hálfum námum. Hvorugu sérstaklega námslánshæfu. Samt hreint ekki atvinnulaus. Ekki víst að hann fái neitt fæðingarorlof. Enda finnst honum kannski bara ágætt að fá að loka sig inni í skáp og skrifa ritgerðir í vor þegar barnuglan öskrar svo undir tekur í húsinu, skítur upp á bak og fær í eyrun, magann, og allt þetta sem börn eru alltaf að fá í. Hins vegar er skápurinn illa hljóðeinangraður þannig að ekki er víst að hann gefi neitt bliss.

En vegir Tryggingastofnunar eru sem endranær illransakanlegir, og ef ég mögulega hefði efni á því myndi ég ekki nenna þessu kjaftæði. Verð að muna að verða orðin fáránlega rík fyrir næsta barn.

1 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Ef að Satan í Helvíti væri spurður hvaða fyrirtæki væru honum helst að skapi er ég ekki viss hvort hann segði "Síminn" eða "Tryggingarstofnun Ríkisins"