16.11.05

Planið er gó!

Mér voru að berast þær einstaklega skemmtilegu fréttir til eyrna að þegar væri orðið uppselt á einhverjar sýningar í desember á Jólaævintýri Hugleix. Það er því ljóst að það borgar sig fyrir þá sem sjá ætla að drífa sig hingað og panta miða sem allra fyrst.

Ójá, nú hafa Hullarar markaðsmógúlast sem aldrei fyrr. Kannski spillir ekki fyrir að vera með svona jóla-fjölskyldu-isj eitthvað?
Og svo erum við auðvitað bara svo fyndin og góð.
Og hógvær.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gott að vera montinn yfir eigin hógværð.