Síðan ég hóf búsetu að nýju á höfuðborgarsvæðinu hefur félaxlíf mitt aðallega samanstaðið af tvennu. Hugleikssamkundum og tónleikum og öðru sem tengist hljómsveitinni Hraun. (Fyrir óinnvígða, einni hljómsveitinni sem hann Jón Geir, maðurinn hennar Nönnu vinkonu minnar er í.)
Þessir hópar hafa þó hingað til verið aðskildir í flestu, nema Hjalta. Nú bregður svo við að meirihluti Hraunara eru komnir í Hugleik. Og á laugardagskvöld kom að því óumflýjanlega. Góður slatti af Hugleik fór á Hrauntónleika. Þegar ég endurheimti hæfileikann til félaxlífs lítur sumsé út fyrir að það verði allt komið í eina sæng. Og er vel. Gott að hafa allt á einum stað.
Og það er bráðskemmtilegur pistill á Varríusi um upplifunina.
5.12.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Við ræddum það einmitt á þvísum tónleikum að það væri alls ekki vitlaus hugmynd að koma restinni af Hraun inn í Hugleik. Eiginlega ber okkur til þess siðferðileg skylda, þessir menn mega ekki vera svona villuráfandi mikið lengur.
Mér varð einmitt hugsað til þess þarna á tónleikunum að það væri ekki furða þótt hljómsveitin hefði smellpassað svona inn í leikfélagið (og að leikfélagslið kunni að meta tónlistina.) Það er nefnilega um að ræða frekar svipaða nálgun til flutnings hjá báðum hópum; fyrst og fremst að skemmta sér og síðan öðrum og gjörsamlega ekkert er heilagt.
já, vélum svavar inn í hugleik líka. ég hef hann grunaðann um að geta orðið prýðilegasta leikskáld. svo má áræðanlega nýta hann á sviðið líka..
´svo er gummi líka til margra hluta nytsamlegur...:þ
Þetta mál barst í tal við jólatréð á sunnudaginn. Þar voru fróðir menn helst á því að þar sem við höfum eignast meirihluta í bandinu þá væri komin upp klár yfirtökuskylda.
Yfirtökuskylda á góðu fólki er auðvitað aðalsmerki góðra leikfélaga.
Halla
já, þá er bara að bjóða í...ég sit spennt við símann.
Skrifa ummæli