22.12.05

Það eru allir í Kringlunni

Og við vorum þar líka áðan. Og keyptum allan jólamatinn. Sem við ætlum að eyða öllum aðfangadeginum í að elda. Aldeilis fínt. Allt er að mjakast í átt til hreinlætis. Mér finnst gaman hvað Rannsóknarskipi er umhugað um að taka vel til í skrifstofukytrunni. Minnir mig á hvað pabbi skreytir alltaf kjallarann af mikilli alúð fyrir jólin.

Í sjónvarpinu eru Rob og Amber að gifta sig. Mér leiðast þau bæði jafnmikið. Þannig að það er nú gott á þau bæði. En mikið var ég pirruð þegar þau unnu Survivor.

Mér leiðist ógurlega að blogger hafi tekið uppá þeim óskunda að hafa sett lengdarmörk á bloggfærslurnar mínar. Ég hef áhuga á að gera langhunda á jólum og/eða áramótum. Kann einhver bloggsnjall ráð við þessu fetli?

Annars er þetta kannski að koma sér ágætlega núna. Ætti að vera að leggja lokahönd á heilan haug af þýðingum sem þurfa helst að skilast í kvöld. Ætti ekkert að vera að langhunda. Þannig að kannski er bara eins gott að það er ekki hægt...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól esska g passaðu nú legvatnið þitt.....