19.12.05

Að segja að ég sé feit!

Hihi. Hef notað ýmislegt til að greina að systur mínar á þessu bloggi Þær heita yfirleitt systir mín hin... (hvað sem við á). Og auðvitað beit það í rassinn á mér. Núna heiti ég á bloggi Báru (sem heitir yfirleitt systir mín hin norskari þess dagana) "hin digrari". Það finnst mér mjög fyndið. En var hins vegar að átta mig á því að fáu fötin sem ég kemst ennþá í eru af systrum mínum hinum... ja... ódigrari(?).

Er annars bara að veifa tánum og þýða einhverjar dobíur. Við hjónaleysin settumst niður áðan og skrifuðum lista yfir allt sem við eigum eftir að gera. Í ljós kom að:
- Hann var langur.
- Rannsóknarskip þarf að gera næstum allt sem er á honum.
Sem þýðir að ég reyni að sjá um þyðingaverkefni heimilisins á meðan. Veit reyndar ekki hvað verður mikið vit í því. Virðist vera búin að missa niðrum mig hæfileikann til að sofa almennilega. Það er ótrúlega glatað. Er alltaf hálfsofandi, en aldrei alveg.

Er þó að lesa Da Vinci lykilinn og hún er nú alveg að hjálpa til. Mér finnst þetta nefnilega eiginlega frekar leiðinleg bók.

Engin ummæli: