24.12.05

Ég vissi það ekki...

...en ég bý með tveimur jólæðingum.

Í kvöld myndaðist huxanlega upphaf af skemmtilegri hefð, fólk kom við hjá okkur á leið í bæinn eftir kvöldmat á Þollák. Þótti mér það gaman, og að ári verður til bjór og snaps. Að því loknu lagðist ég í símann til fjölskyldunnar fyrir austan og truflaði menn þar frá menningarlegri konjaksdrykkju. Á heimilinu þar sem enginn nennti að skreyta. Á meðan jólaði flotinn allt í kringum mig.

Á meðan á þessu símtali stóð jólnaði heimilið svakalega. Í geymslunni okkar reyndust vera fleiri tonn jólaskrauts. Í húsinu er ekki lengur ónotuð innstunga, það eru seríur Allsstaðar. Kom mér skemmtilega á óvart. Er sjálf mikið jólabarn en vissi ekki hvað yrði mikið úr skreytingum þar sem ég sjálf væri lítt gangfær. Var satt að segja farin að halda að allir strákar væru, ja allavega svona á yfirborðinu, of miklir töffarar til að láta sjást að þeir hefði ánægju af jóli.

Reyndist það rangt vera, og er vel.

Engin ummæli: