21.12.05

Mikið verður nú skrítið

að jóla í Reykjavík. Sennilega einhvern vegin rauðgræn jól með rigningu, án þess að sjá inn í Kaupfélagið á Egilsstöðum. Jæja, það verður væntanlega ekki jafn kjánalegt og það var að áramóta í Montpellier. Í sumarblíðu og án þess að sjá svo mikið sem eina rakettu. Ef ég man rétt eyddi ég þeim hjá Aðalsteini, MontFrumburði mínum, og við eyddum kvöldinu í að éta hangikjöt og skemmta Jean Luc vini okkar með ljóðalestri á íslensku.

Áður hafði sami Jón-Láki boðið okkur að halda jól með sér og fjölskyldu. Þar átum við nítjánréttað og ég kynntist besta mat í heimi sem varð til þess að ég fékk smekk fyrir patéum. Og við komumst að því að frönsk jólamatarlykt er alveg eins og íslensk. Jólamatarlykt er nefnilega bara lykt af bráðinni fitu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á eftir að sakna Kauffélagsins á Hvammstanga þessi jól. Mögulega reyni ég að fylla upp í tómarúmið með Rangá.

Siggadis sagði...

Úff, mikið á ég eftir að anga af jólalykt í kvöld... ætla að púla mikið við að þrífa heimilið ... ummmm.. bráðin fita...