Er orðinn mjög illhreyfanleg.
Held ástandið sé alveg að fara með heimilið. Rannsóknarskip er uppfyrir haus í verkefnum en er nú samt gjarnan eins og útspýtt hundsskinn að þjónusta mig, innan heimilis sem utan, með augnlokin á hælunum.
Og Smábátur varð frekar undarlegur á svip um daginn þegar ég ætlaði að rétta honum stærðfræðiheftið hans, en hann fékk í staðinn hefti af ljósritunum glærum úr fæðingarfræðslunni... Aukinheldur veit ég ekki alveg hvort hann hefur kannski hvort sem er beðið tjón á sálu sinni, búandi á heimili þar sem bæklingar um brjóstagjöf, grindarbotnsæfingar og þvagleka liggja um alla íbúð.
Sjálf geri ég ekkert gagn. Fékk óþægðarkast í gærkvöldi og tók til, á meðan Rannsóknarskip var að stýra ljósum á sýningu. Almættið refsaði með aðstoð Satans og í dag ligg ég bara eins og öjmingi með grindverk.
Og Kafbátur er farinn að mótmæla kröftuglega þegar ég legg lapptoppinn á bumbuna á mér, þannig að það er vissara að hætta áður en hann sparkar græjunni fram á gólf.
3.12.05
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Held að ég myndi nú sparka frá mér ef einhver væri að reyna að steikja á mér hausinn með örbylgjum sko.
"Það var rafeindavirkinn sem talaði um skaðemi útgeislunar frá örgjörvum!"
Hihi. Ég er að reyna að valda stökkbreytingum í heila. Þetta á nottlega að vera snillingur.
aha..! það tekur styttri tíma að standa með kúluna fyrir framan örbylgjuofninn og ýta á grill...
En er þetta nokkuð svo hættulegt Bibbi ef vítisvélin liggur efst á kúlunni og krakkakornið stendur á höbbði? Örbylgjurnar rétt ylja iljunum.
Skrifa ummæli