2.12.05

Hvað er þetta með jólasveina?

Ætli sé til einhver vitræn skýring á því að þeir eru, margir hverjir, svona hrollvekjandi leiðinlegir? Menn sem leggja í vana sinn að leika jólasveina virðast svo gagnteknir að það hvarflar ekki að þeim að ekki sé hver sem á heyrir jafn áhugasamur. Ég er búin að temja mér einstaklega ruddalegt viðmót gagnvart þessum þjóðflokki. Hef hvorki tíma til, né áhuga á, að standa kannski hálfan morguninn og hlusta á reynslusögur úr "starfinu". Eða lannnnngar útlistanir af ævintýrum með skegglím.
Held ég sé að verða búin að þróa með mér gífurlegt ofnæmi fyrir jólasveinum. Huxa að ég leiði Kafbát í allan sannleikann um málið strax við fæðingu.

Annars hafa þau stórtíðindi gerst að ég og systkini mín ákváðum að gerast viðskila í jólagjöfum í ár. (Þ.e.a.s., ég og systur mínar... við ættum nú kannski að láta litlabró vita af því...?) Hingað til höfum við alltaf gefið hverju öðru og foreldrunum sameiginlega, en nú verður gerð breyting á þar við erum allt í einu orðin 50% útgengin, sem eru undur og stórmerki. Sem þýðir að við fáum öll miklu fleiri pakka! Jeij!

Og í fleiri undra og stórmerkisfréttum er það að mennirnir á næsta þaki hafa bara ekkert borað í hausana á okkur í dag. Mér líður eins og ég sé heyrnalaus. Hefði nú samt kannski alveg þegið að láta borhljóðin yfirgnæfa jólasveinsófétið sem pirraði mig í morgun.

Af ástandinu er annars ekkert að frétta. Við Rannsóknarskip erum á foreldrunarnámskeiði. Erum búin að læra allt um dópið sem hægt er að fá í fæðingu og erum margs vísari. Kafbátur er farinn að standa alfarið á haus og stækkar gífurlega þessa dagana og stefnir í að fæðast um fermingu ef fram heldur sem horfir.

Mamma mín segir að hann fæðist á milli jóla og nýjárs, hvað sem hún hefur nú fyrir sér í því, og ég er að huxa um að fara alveg að opna veðbankana.
Áveðjanlegir þættir eru kyn og fæðingardagur. Og í sjálfu sér gæti fæðingarár verið með? Sá sem hefur réttast fyrir sér vinnur titilinn Spámaður Fjölskyldunnar og verður jafnan ónáðaður í framtíðinni ef sjá þarf fyrir stórviðburði.

14 ummæli:

Bára sagði...

Hmm. Hafði ekki hugsað mér að spá fyrir um eitt né neitt.

En ég spái því nú samt að viðkomandi einstaklingur verði manneskja.

Nafnlaus sagði...

Jólagjafafyrirkomulagið er móttekið. Í ljósi reynsluleysis á þessum vettvangi áskil ég mér rétt til að krefjast jólagjafaóskalista frá ykkur systrum mínum. Listana má senda rafrænt á: siffi81@simnet.is.
Annars var svosem kominn tími á þessar skipulagsbreytingar. Þannig að þetta er bara gott mál.

fangor sagði...

hmm. ég var að veðja á 6. jan. en það er nú kannski tóm vitleysa. ætla að íhuga málið og hrína svo á vænlega dagsetningu

Spunkhildur sagði...

Ef kafbáturinn kemur 16 jan mun hann nefnast Heiðlaugur Svan, það held ég nú. Annars held ég nebblega að þetta sé telpuhnokki sem fæðist 2 janúar, þú getur látið hana heita Bjarnveig eftir Bjarna Brodda, hann á afmæli þann dag.

Sigga Lára sagði...

Úff. Huxa sér að fæðast 1. eða 2. jan. Vera svo undantekningalítið þunnur á afmælinu sínu, eftir ákveðinn aldur.

Og Sigurvin, ætlaði einmitt að fara að kalla eftir því sama úr norðrinu, hef ekki hugmynd um hvað ykkur hjónin vantar/langar í/finnst skemmtilegt.

Litla Skvís sagði...

Ég spái dreng, fæddum 7.janúar.

Nafnlaus sagði...

Ég spái dreng..... nú, eða stúlku. Ég hugsa að þú gangir tvær vikur frammyfir, og það er nú svo gaman....

Hugrún sagði...

Milli jóla og nýjárs findist mér eiginlega kúlari að eiga afmæli. Endalaust litlar jólagjafir. Nema frá Huggu megafrænku. Annars ætla ég ekki að spá neinu.

Ásta sagði...

Hmm... ég ætlaði að veðja á 6. eða 7. janúar en varð greinilega of sein til. Segjum 9. jan og höldum okkur við þá yfirlýsingu að þetta sé stelpa (þótt erfitt sé að hugsa um Kafbátinn í því samhengi núorðið.)

Nafnlaus sagði...

Ég er nú bara svo einhverfur (lesist anal) að ef að það er búið að ákveða dag þá finnst mér lágmark að halda sig við hann.....Ég tek ekki annað í mál með mitt barn þó ég þurfi að frysta dagatalið og halda jólin viku seinna eftirleiðis.

Sverrir Friðriksson sagði...

Að þú getir talað svona um jólasveina, eins og þetta séu allt einhverjir náungar í búningi. Það vill svo vel til að ég veit til þess að margir jólasveinar eru alvöru jólasveinar, og algjör minnihluti er fólk sem klæðir sig í búninga. Sjálfur hef ég aldrei hitt svoleiðis loddara og þekki ekki til nokkurs manns sem hefur klædd sig um og þóst vera jólasveinn. Fá menn svo kannski greitt fyrir slíka svikaiðju?

Berglind Rós sagði...

Hvenær ertu aftur sett? Ég ætla að giska á 6 daga framyfir og af því ég held að þetta sé stelpa þá verður þetta örugglega strákur, ég hef nefnilega aldrei rétt fyrir mér í svona :-Þ

Nafnlaus sagði...

Hvernig líst þér á 19. feb? það er voða góður dagur en ef þú vilt að þetta barn sem ég trúi að sé stúlka verði duglegt að klífa metorðastiga þá skulum við hafa það 31.des!

Halla

Sigga Lára sagði...

Wow! Meira en mánuð framyfir? Nei, veistu, ég held ekki. (Greinilega langt síðan Halla hefur séð mig.) ;-)