21.2.06

Brjóst!

Eftirfarandi fjallar um brjóstagjafir. Alls ekki áhugavert fyrir aðra en áhugasama.

Það kom mér svolítið spánskt fyrir sjónir á meðgöngunni hversu mikið var áróðrað í varðandi brjóstagjöf. Mér fannst þetta nú eiginlega algjört "selfölgelighed". Auðvitað hefur maður krakkann á brjósti. En ekki hvað? Og lítur út fyrir að vera einfaldasta mál í heimi.

Reyndist alls ekki vera eins einfalt og það virtist. Eiginlega alveg hryllilega mikið hundandskoti vont. Alveg fyrstu tvo mánuðina, segir mín besta heimild. Og þá fór ég að skilja áróðurinn.

Af hverju, samt? Þetta á að vera svakalega náttúrulegt og næstum það eina sem við gerum ennþá eins og aðrar skepnur. En í okkar þjóðfélagi erum við með sérmenntaða brjóstagjafaráðgjafa, til að kenna okkur að gera þetta eftir öllum reglum kúnstarinnar. Og sé þeim ekki fylgt í þaula fer mjólkin til andskotans og maður situr eftir með uppnöguð brjóst.

Hvernig var þetta eiginlega hægt fyrir tíma þurrmjólkur og brjóstagjafaráðgjafa, fyrst þetta er svona innilega ekki meðfætt eða sjálfgefið? Hvernig fara kellingar að í þróunarlöndum þar sem hvorugt er til heldur? Held að svarið liggi kannski í því að kannski væru brjóstin á okkur ekki þessir bévuðu ömingjar ef þau væru oftar strípuð og lafandi niður á maga, eins og í Afríku og fornöld.

Semsagt, í þágu einfaldari brjóstagjafa, allir úr að ofan!

3 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Brjóst eru til margra hluta nytsamleg. Aðallega þó til markaðsstarfa og kynninga. Upprunaleg notkun brjósta gæti skemmt kynningargildi þeirra. Brjóstum ætti ekki að flagga meira en nauðsynlegt er þar sem mjólkurkirtlar og Guðlegur leyndardómur þeirra heldur verðgildi þeirra í hámarki.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu stúlkuna frú Sigríður nafna mín :) Svo langt síðan ég hafði skoðað bloggið þitt að það er skömm að því... enda greinilega margt gerst í þínu lífi síðan. Gott mál :) Varðandi brjóstagjöf, þá get ég trúað þér fyrir því að ég var 2 ár og 2 mánuði með strákinn minn á brjósti. Þú hefur ekki einu sinni hugmyndaflug (þrátt fyrir skáldagáfuna)í fordómana sem ég varð fyrir af og til seinni hluta tímans. En ég er vön að hafa hlutina eins og mér sýnist og það skalt þú gera líka. Hvort sem það þýðir stutta... langa eða enga brjóstagjöf :) Mér líst vel á þetta úr að ofan dæmi, verst hvað það er helv... kallt :)

Sigga Lára sagði...

Rifjast upp fyrir mér að á leikritunarnámskeiði með haug af femínistum í Írlandi vorum við búnar að komast að því að konur hefðu glutrað völdum alheimsins út úr höndunum á sér þegar karlmenn fóru allsstaðar að geta séð brjóst. Áður urðu þeir algjörlega að gangast undir vilja einnar konu til að fá kannski að sjá eitt par af brjóstum um ævina, þegar þeir haga sér.

En nú er allt orðið opinbert og liggjandi á klámbekk á internetinu og allsstaðar. Damn.